
Vikulegur þáttur um stjörnuspeki þar sem við komum til með að endurvekja áhuga fólks á sjálfsþekkingu. Hver ertu? Hverjir eru þínir styrkleikar og veikleikar, og hvernig getur þú unnið með þá. Þátturinn er frumfluttur á Bylgjunni klukkan 21:00 á sunnudagskvöldum og kemur svo inn á streymisveitur á mánudögum klukkan 15:00