Avsnitt
-
Ég ætla í þessum fyrsta Rokklandsþætti nýs árs rifjum við upp brot úr ýmsum Rokklandsþáttum ársins 2023.
Við heyrum í Nönnu úr OMAM, Emiliönu Torrini, Bubba, Isafjord, Kvikindi, Eyjólfi Kristjánssyni, Heidrik frá Færeyjum, Alonu frá Úkraínu, Sinéad O´Connor., Elvis Costello, Jeff Beck ofl.
Yardbirds / Heart full of soul
Jeff Beck / Midnight Walker
Jeff Beck / Beck´s Bolero
Jeff Beck / Over the rainbow
Isafjord / falin skemmd
Isafjord / hjartastjaki
Eyjólfur Kristjánsson / Ástarljóð á vetrarbraut
Bergþóra Árnadóttir / Verkamaður
Kvikindi / Ungfrú Ísland
Kvikindi / Efst á messenger
Heidrik / Immature
Heidrik / Oceania
Emiliana Torrini / Wedding song
Emiliana Torrini / racing the storm
Utangarðsmenn / Hiroshima
John Lennon / Imagine
Kalush Orchestra / Stefania
Jamala / 1944
Sasha Bole / 3i
Nanna / How to start a garden
Nanna / The vine
Elvis Costello / Magnificent hurt
Elvis Costello / What´s so funny about peace, love and understanding
Sinéad O?Connor / Nothing compares 2 U
Sinéad O?Connor / This is a rebel song
Elín Hall / HE I M
Elín Hall / Vinir -
Senn líður að jólum og í dag er síðasta Rokkland fyrir jól. Það verður smá jólastemning í seinni hlutanum, en í fyrri hlutanum er það Purrkur Pillnikk í tilefni af því að það var að koma út RISA-vinyl-plötukassi/pakki með Purrki Pillnikk. Pakkinn ber heitið Orð fyrir dauða og hefur að geyma alla músík sem hljómsveitin gaf út á þeim 18 mánuðum sem hún starfaði, 1981 til 1982, og áður óútgefnar tónleikaupptökur OG nýjar upptökur sem voru í Sundlauginni í Mosó fyrr á árinu.
Pakkinn inniheldur líka stóran og mikinn bókling með myndum, lista yfir alla tónleika hljómsveitarinnar á sínum tíma og frásagnir ýmissa af Purrki Pillnikk - Purrkurinn og ÉG.
Purrkur Pillnikk var eitt aðal bandið í Rokki í Reykjavík á sínum tíma og frá þessum ungu mönnum kom eiginlega stefnuyfirlýsing pönkkynslóðarinnar á Íslandi: Það skiptir ekki máli hvað maður getur - heldur hvað maður gerir. Þessir strákar úr Reykjavík sögðu okkur krökkunum á þessum tíma að maður þyrfti ekkert að kunna að spila gítarsóló til að vera í hljómsveit - þeir sjálfir kynnu sama og ekkert en samt væru þeir í hljómsveit. Þetta varð til þess að upp spruttu hljómsveitir um allt land, Músíktilraunir fæddust svo 1982 og svo framvegis.
3 af liðsmönnum Purrksins voru með í Kuklinu og svo í framhaldinu Sykurmolunum sem nokkrum árum síðar prýddi svo forsíðu stóru bresku músíkblaðanna NME og Melody Maker.
Purrk Pillnikk skipuðu Einar Örn - rödd, @Bragi Ólafsson á bassa, Friðrik Erlingsson á gítar og Ásgeir Bragason á trommur. Ásgeir er látinn en hinir þrír ásamt Sigtryggi Baldurssyni sem var trommari Sykurmolanna- og í hljómsveitinni ÞEYR í Rokki í Reykjavík, komu saman og spiluðu í Smekkleysubúðinni við Hverfisgötu fyrir hálfum mánuði. Ég náði að plata í Rokkland þá Friðrik og Einar Örn til að spjalla um Purrk Pillnikk - Íslandi árið 1981 - síðpönk - The Fall - afturgöngur - skólahljómsveitir - Gramm - sköpun - leiðindi - Utangarðsmenn - íslensku, og meira að segja jólalög. -
Saknas det avsnitt?
-
Rokkland dagsins er tvískipt. Elín Hall (Elín Sif Hall) kemur í heimsókn og við spjöllum um nýju plötuna hennar og svo minnumst við Shane MacGowan söngvara og skálds þjóðlagapönkarana í The Pogues. Fókusinn er á anti-jólalagið Fairytale of New York sem kom út 1987 en er í dag í 4. sæti breska vinsældalistans og í toppsæti írska vinsældalistans. Útför Shane?s fór fram á föstudaginn í Dublin. Nick Cave og Glen Hansard sungu og Það var dansað. Shane*s hefur verið minnst í öllum helstu fjölmiðlum heims.
-
Rás 2 varð 40 ára 1. desember 2023.
Eitt af því sem Rás 2 gerði í tilefni af afmælinu var að fá hlustendur til að velja uppáhalds lögin sín frá þessum 40 árum. Það voru gerðar nýjar útgáfur af þessum fjórum lögum í RÚV og þær frumfluttar í Popplandi á afmælisdaginn. Við heyrum þær aftur, viðtöl við höfundana og einnig hvað fólkið á götunni hefur að segja um þessi lög sem eru: Fjöllin hafa vakað (EGO), Vegbúi (KK), Murr Murr (Mugison) og París norðursins (Prins Póló).
Hulda Geirsdóttir fór með hljóðnema á samkomu þar sem hópur af aðdáendum hljómveitarinnar Kiss fylgdist með í streymi frá lokatónleikum hljómsveitarinnar frá Madison square Garden í New York. Við kveðjum Kiss í Rokklandi. -
Rokkland var á Iceland Airwaves á dögunum og Rokkland verður á Iceland Airwaves í dag.
Rúmlega 150 listamenn og hljómsveitir spiluðu meira en 250 tónleika í aðal-dagskrá og off venue eins og það heitir, á Iceland AIrwaves í ár.
Við heyrum tóndæmi og spjall við Airwaves fólk í þættinum í dag, listafólk gesti og starfsfólk.
Rokkland rakst á mikið af skemmtilegu fólki á Airwaves og talaði við marga sem við heyrum í í þætti dagsins: Anna Ásthildur, Goggi í Sigur Rós, Ísleifur Þórhallsson, Anna Jóna Dungal, Kevin Cole, Mummi Lú ofl. -
Valur Gunnarsson kemur í heimsókn og við veltum fyrir okkur pælingunni: Hvað ef Bítlarnir hefðu aldrei verið til? Valur skrifaði um það í bók sem kom út í fyrra.
Rúnar Þórisson var að senda frá sér plötuna Upp Hátt og hann kemur í heimsókn og við heyrum nokkur lög af plötunni. -
Iceland Airwaves fór fram um helgina í rokkborginni Reykjavík. Rúmlega 150 listamenn og hljómsveitir spiluðu meira en 250 tónleika í aðal-dagskrá og off venue eins og það er kallað.
Rokkland var á Airwaves og við heyrum tóndæmi og spjall við Airwaves-fólk í þættinum í dag; listafólk, gesti og starfsfólk, og líka í næsta þætti eftir viku. Elín Sif Hall, Ásgeir Andri Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Ása Dýradóttir, Árni Hjörvar ofl. koma við sögu í dag.
En Bruce Springsteen er líka fyrirferðarmikill í þættinum í dag. Bruce skrifaði fyrir nokkrum árum sjálfsævisögu; Born to Run, sem vakti mikla athygli um allan heim. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og núna var hún að koma út á Íslensku í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar sem var fréttamaður á RÚV í eina tíð og sat síðan á alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn eitt kjörtímabil. Magnús sem hefur skrifað og þýtt margar bækur segir okkur frá Bruce og bókinni - og ég bað hann líka um að velja nokkur lög með Bruce sem við hlustum á. -
Iceland Airwaves er hinumegin við hornið, fimmtudag, föstudag og laugardag. Í Rokklandi vikunnar bjóðum við upp á
En við ætlum að hlusta á allskonar Airwaves músík í Rokklandi dagsins, heyra í hljómsveitum og listafólki sem er að spila á hátíðinni í ár. Meðal þeirra sem koma við sögu eru:
Elisapie
Elinborg
Yard Act
Árný Margrét
Önnu Jónu Son
Una Torfa
Elín Hall
Cassia
Kári
Marketa Irglova -
Í Rokklandi dagsins er Orri Harðarson fyrirferðarmestur, en núna 1. október s.l. voru liðin heil 30 ár frá Því að fyrsta platan hans, Drög að heimkomu, kom út.
Orri varð með útgáfu þessarar plötur yngstur Íslendinga til að gera sólóplötu með eigin lögum og hann var útnefndur "Nýliði ársins" á Íslensku tónlistarverðlaununum þegar þau voru afhent í fyrsta sinn, 1994.
Orri sem var útnefndur bæjarlistamaður á Akureyri 2017 hefur sent frá sér 5 stórar plötur, skrifað skáldsögur og aðrar bækur, spilað með hljómsveitum, stjórnað uppötum á fjölmörgum plötum og svo framvegis. Orri heimsótti Rokkland á Akranes í vikunni og við spjölluðum saman um heima og geima en fyrst og fermst um þessa fyrstu plötu hans.
Unglingahljómsveitirnar Rolling Stones og Teengae Fanclub koma líka við í þætti dagsins - sem má svo alltaf heyra á ruv.is og í Rúv spilaranum. Hvað ætti Rúv spilarinn annars að heita? Þessi sem við erum með í símanum... -
Fimmtudaginn 19. október fagnar hljómsveitin Maus 30 ára afmæli sínu með tónleikum í Gamla bíó. Hljómsveitin var stofnuð í Árbænum í apríl árið 1993 og spilaði sína fyrstu tónleika þá um sumarið. Árið eftir sigraði Maus í Músíktilraunum og gaf út sína fyrstu plötu þann vetur.
Á næstu 12 árum kom fjórar aðrar plötur sem hafa að geyma mörg lög sem síðan hafa verið spiluð reglulega á sumum útvarpsstöðvum landsins.
2004 lagðist hljómsveitin í dvala og síðasta áratuginn hefur Maus komið einstaka sinum saman til að spila, fagna vinskap og höfundarverki hópsins, helst í kringum endurútgáfur platna þeirra á vínyl.
Birgir Örn Steinarsson söngvari, gítarleikari og textahöfundur Maus er gestur Rokklands að þessu sinni.
Við heyrum líka í nokkrum þeirra sem spila á Iceland Airwaves í byrjun nóvember. -
Í Rokklandi í dag heldur Óli P. áfram að fjalla um hina mögnuðu Sinéad O ?Connor sem kvaddi okkur í sumar aðeins 56 ára að aldri.
Í þættinum er sagt frá því Þegar Sinéad reif myndina af páfanum í Saturday night Live árið 1992 og Því sem gerðist í kjölfarið.
Við heyrum brot úr viðtali sem Óli tók við hana áður en hún kom hingað til Íslands 2011 og tóndæmi af tónleikunum hennar í Fríkirkjunni á Iceland Airwaves. Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur kemur við sögu, líka Ellen Kristjáns og John Grant ofl. -
Rokkland hefur göngu sína aftur í dag eftir gott frí.
Tvær magnaðar tónlistarkonur leggja Rokkland undir sig í dag. Eivør Pálsdóttir og Sinéad O'Connor.
Eivør kom með Elinborgu systur sinni í stúdíó 12 á fimmtudaginn og þær sögðu frá og sungu lög eftir Eivør, Leonard Cohen og Sineád O?Connor. Eivør er með tónleika í Eldborg næsta sunnudag ? fyrstu tónleikana sem eru ekki jólatónleikar í mörg ár.
Svo er það Sinéad ? þessi magnaða tónlistarkona sem hafði það svo oft svo ótrúlega slæmt. Hún lést í sumar á heimili sínu í London aðeins 56 ára að aldri. Hún var einstök, forystusauður, frábær söngkona, lagasmiður og textaskáld. Hún öskraði þegar aðrir þögðu. Hún átti erfitt líf. Mamma hennar beitti hana hræðilegu ofbeldi þegar hún var barn. Hún var 18 mánuði á upptökuheimili kaþólsku kirkjunnar þegar hún var unglingur. Hún jarðaði 17 ára son sinn í fyrra sem stytti sér aldur. Hún reyndi oft sjálfsvíg. Hún átti oft hrikalega erfitt en alltaf stóð hún með sannfæringu sinni og sagði það sem henni bjó í brjósti.
Við heyrum brot af spjalli umsjónarmanns við Sinéad í þættinum og líka brot frá tónleikunum hennar á Iceland Airwaves 2011 í Fríkirkjunni. Rás 2 hljóðritaði.
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson -
Það eru tvær kraftmiklar konur sem eru í aðalhlutverki í Rokklandi vikunnar. Annarsvegar er það Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Garðinum, Nanna úr Of Monsters And Men sem var að senda frá sér fyrstu sólóplötuna sína. Platan heitir How to start a Garden og er að margra mati virkilega vel heppnuð og flott plata. Og svo er það Alona Dmukhovska (Helen Gahan) frá Kyiv í Úkraínu. Hún starfar við það að kynna tónlist frá Úkraínu um allan heim. Rokkland hitti hana á Eurosonic Noorderslag festival í Hollandi í janúar um tónlist og stríð.
-
Elvis Costello spilar í Eldborg eftir sléttar tvær vikur. Hann kemur með píanóleikaranum Steve Nieve sem er búinn að spila með honum síðan 1977, og Nick Lowe sem stjórnaði upptökum á fyrstu plötunum hans og samdi lagið What?s so funny about Peace, Love and understanding sem er eitt af þekktustu lögum sem Elvis hefur sungið.
Ég spjallaði við Elvis á Zoom á dögunum og hann var mjög skemmtilegur. Hann var heima hjá sér í New York og ég heima á Akranesi. Við heyrum það viðtal í Rokklandi í dag auk þess sem við skoðum sögu hans í stórum dráttum og spilum lögin hans, en af þeim á hann nóg. Elvis hélt tónleika 10 kvöld í röð í leikhúsi í New York í febrúar. Hann lagði upp með að spila 100 mismunandi lög þessi 10 kvöld, en hann spilaði 239 mismunandi lög 250 lög í það heila.
Elvis hefur samið lög með Paul McCartney, hann og Burt Bacharach sömdu saman heila frábæra plötu 1998. Hann hefur líka gert plötur með Brodsky kvartettinum, Anne Sofie Von Otter, Roots og Bill Frisell svo eitthvað sé nefnt. Elvis Costello heitir ekki Elvis, heldur Declan og hann ólst upp í Birkenhead við Mersey ána - rétt hjá Liverpool. Elvis er einn af þessum stóru og ég lofa skemmtilegum þætti. -
Í Rokklandi dagsins ætla ég að koma við ansi víða og tónlistin sem við heyrum í dag er ansi fjölbreytt. 50?s bíópopp, rafdrifinn rímnakveðskapur, rokkkóramúsík, draumapopp á þjóðlagagrunni og allt mögulegt.
Kristín Lárusdóttir segir okkur frá nýju plötunni sinni sem heitir Kría. Þar er selló í aðalhlutverki en líka raf-græjur ýmiskonar og rímnakveðskapur um menn með sverð og morðingja. Rebekka Blöndal ætlar að syngja lög sem Marilyn Monroe söng á sínum tíma á tónleikum á Múlanum í Björtu loftum í Hörpu miðvikudaginn 10. Maí. Við heyrum í Marilyn og Rebekka segir okkur frá. Tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir eða JFDR var að senda frá sér sína þriðju sólóplötu - gullfallega plötu sem heitir Museum. Hún er að leggja upp í tónleikaferðalag um Evrópu og heldur svo útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík 8. Júní. Jófríður er gestur Rokklands í dag.
Og svo er það Magnús Þór Sigmundsson sem ég heimsótti í Hveragerði um daginn. -
Gestur Rokklands í dag er Jón Ólafsson sem fagnaði sextugsafmæli sínu með stjörnum prýddum risa-tónleikum í Eldborg um síðustu helgi.
Jón á ótrúlegan feril að baki sem alhliða tónlistarmaður, laga og textahöfundur, sem hluti af Nýdönsk, sem hljómsveitarstjóri og upptökustjóri ótal platna með hinum og þessum ? hann gerði síðustu plöturnar með Ragga Bjarna og fyrstu 3 plöturnar með Emiliönu Torrini svo dæmi séu tekin. Hann hefur tekið þátt í ótal söngleikjum og tónleikum og sjónvarpsþáttum sem hljómsveitarstjóri auk þess að hafa gert eigin útvarps og sjónvarpsþætti í 40 ár. Hann hefur samið, útsett, stjórnað, spilað diskó og pönk og gert ambientmúsík með Futuregrapher. Hann stofnaði líka Sálina hans Jóns míns og svo margt margt fleira.
Ég og Jón ætlum að spjalla saman í Rokklandi í dag og hlusta á pínulítinn hlut af því sem hann hefur samið eða komið nálægt á löngum og farsælum ferli. Ég held að mörgum gæti þótt þetta skemmtilegt prógramm. Þátturinn er númer 1313 í röðinni. Ætli það þýði eitthvað? -
Hljómsveitin Jethro Tull er í aðalhlutverki í Rokklandi í dag en Jethro Tull heldur tónleika í Eldborg í Hörpu 4. maí nk ? þrettándu tónleikana sína á Íslandi.
Hljómsveitin spilaði fyrst í íþróttahúsinu á Akranesi 1992 og hefur svo spilað í Háskólabíói, Laugardalshöll og Hörpu, en síðast þegar Jethro Tull spilaði á Íslandi var það fyrir jólin 2016 í Hallgrímskirkju tvö kvöld í röð? og þá voru sérstakir gestir Marc Almond, KK, Unnur Birna Björnsdóttir, Gunnar Gunnars organisti, og Egill Ólafs og Guðni Már Hennings sem lásu ljóð sitthvort kvöldið. Jethro Tull var að senda frá sér nýja plötu á föstudaginn: RökFlöte, sem er byggð í kringum Norræna Goðafræði ? Völuspá og Ragnarök.
Ég spjallað við Ian Anderson forsprakka Jethro Tull í vikunni um nýju plötuna, ferðalög, Akranes, dauðann, Händel, Morrisey ofl.
En mann -og dýravinurinn, kántrísöngvarinn og vandræðagemsinn Willie Nelson kemur líka við sögu. Hann verður nefnilega 90 ára á miðvikudaginn og ætlar að fagna því með tvennum tónleikum í Hollywood Bowl í Los Angeles þar sem vinir hans ætla að syngja og spila með honum, fólk eins og Chris Stapleton, Edie Birckell, Kacey Musgraves, Leon Bridges, Lukas Nelson, Lyle Lovett, Margo Price, Miranda Lambert, Nathaniel Rateliff, Neil Young, Nora Jones, Orville Peck, Rosanne Cash, Sheryl Crow, Snoop Dogg, Sturgill Simpson, The Avett Brothers, The Chicks, The Lumineers, Tom Jones, Warren Haynes, Ziggy Marley og fleiri.
Við rifjum upp brot úr viðtali við Willie frá á Glastonbury festival árið 2000 þegar ég og Magnús R. Einarsson heimsóttum Willie í rútuna hans eftir vel heppnaða tónleika á Pýramídasviðinu þar.
Nýjasta platan hans Willie, I Don't Know a Thing About Love sem kom út í mars er sólóplata númer 73. Hann var tilnefndur í ár til fernra Gramy-verðlauna fyrir þrjár mismunandi plötur. -
Bandaríska hljómsveitin Wilco var stödd á íslandi um páskana og spilaði fjórum sinnum á þremur dögum. Þrisvar í eldborg í Hörpu og einu sinni rétt hjá Selfossi. Tónleikagestirnir voru mestmegnis frá útlöndum ? aðdáendur Wilco héðan og þaðan úr heiminum en flestir frá Bandaríkjunum.
Rokkland tók þátt í þessu ævintýri af lífi og sál. Við heyrum í Wilco, hluta af þeim 1250 aðdáendum sveitarinnar sem komu til Íslands til að sjá hljómsveitina spila þrjú kvöld í röð í Hörpu. Þetta fólk er frá Oslo, Boston, Alaska, Texas, New York og Reykjavík t.d. Heyrum líka í Ethan Schwartz sem stóð að komu Wilco til Íslands.
Svo er það gítarleikarinn Tommy Emmanuel. Hann er staddur á landinu og er með tónleika í Silfurbergi í Hörpu í kvöld og Rás 2 ætlar að taka tónleikana upp.
Tommy er einn fremsti gítarleikari Heims, spilar eins og það sé spilað á 2 eða jafnvel 3 gítara í einu. Hann er Ástrali fæddur 1955 og búinn að spila síðan hann var barn. Tónleikarnir í kvöld eru lokahnykkur á Tommy Emmanuel guitar camp, gítar masterclass námskeiði sem 200 gítarleikarar allstaðar að úr heiminum hafa tekið þátt í hér á Íslandu undanfarna daga.
Bjössi Thor er að spila með Tommy í kvöld og Bjössi hafði milligöngu um Tommy kæmi í heimsókn í Efstaleitið í stúdíó 12 síðasta fimmtudag og Tommy spilaði og svo spiluðu þeir saman. -
Rokklandi vikunnar kemur við sögu bandaríska hljómsveitin Wilco sem spilar 3 kvöld í röð í Eldborg í Hörpu núna í vikunni; skírdag, föstudaginn langa og laugardag, og það er uppselt!
Svo er það hljómsveitin Kvikindi sem hlaut verðlaun fyrir plötu ársin á Íslensku tónlistarverðlaununum á dögunum - kvikindi kemur í heimsókn.
Gítarleikarinn Tommy Emmanuel er að koma til Íslands til að spila í Silfurbergi í Hörpu 16. Apríl. Hann er einn fremsti gítarleikari í heimi, einskonar Hendrix kassagítarsins? Björn Thoroddsen verður gestur á tónleikunum og hann og Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld og fleiri tónlistarmenn segja okkur frá Tommy.
HEIDRIK heitir tónlistarmaður og myndlistarmaður frá Færeyjum sem bjó í nokkur ár á íslandi fyrir nokkrum árum. Hann gekk í Listaháskóla íslands - hefur gefið út plötur, spilað á HEIMA-hátíðinni í Hafnarfirði. Hann spilaði á Iceland Airwaves síðasta haust með Færeysku glam-kántrí-hljómsveitinni sinni sem heitir Koyboykex, og nú var Heidrik að senda frá sér skemmtilega plötu sem heitir Heidrik Sings the Björk songbook og þar syngur hann lög Bjarkar sem var fyrirmynd hans þegar hann,- var eins og hann segir sjálfur; Lítill hommastrákur í Færeyjum.
Þetta er nú það helsta í Rokklandi vikunnar. -
Eyjólfur Kristjánsson er gestur Rokklands í dag ? Eyfi úr Hálft í Hvoru og Bítlavinafélaginu ? Eyfi sem samdi lagið um Nínu og fór með það í Eurovison á sínum tíma með Stebba Hilmars vini sínum. Við Eyfi ætlum að spjalla saman í dag um músík, æskuna, pólitík, fyrstu ástina, Bítlana og Lennon, Kerlingafjöll, golf, fyrsta lagið, fyrsta giggið, Bergþóru Árnadóttur, Eurovison og allt mögulegt - og spila lögin hans.
- Visa fler