
Drag-stjörnurnar Gógó Starr og Jenny Purr ræða drag, hinsegin menningu, skemmtanalíf og allt sem þeim dettur í hug í splunkunýju hlaðvarpi á 101 Live.
Ef þú fílar drag þá skaltu endilega hlusta á og leyfa þessum íslandsdrottningum að stjana við þig.
Hægt er að senda inn spurningar eða ábendingar á skvísurnar á Instagram @dragskammtur og þær koma því að í komandi þáttum.