Öll erum við á andlegri vegferð þar sem áföll, vegtyllur, skóleysi og skringilegar tilviljanir bæði leiða okkur í villur eða koma okkur á sporið; svo við rötum aftur leiðina heim. Ása og Bolli fá til sín ólíkt fólk úr ýmsum áttum, sem þó eiga svo margt sameiginlegt - eins og raunin er með okkur flest - í yfirveguðu spjalli um það sem þroskar manninn þó á hann reyni líka. Sögur af vonum sem veita nýja sýn á trú og tilgang, brot úr veruleikanum sem hafa þá tilhneigingu til að raðast saman þannig að einhvernveginn stækkar allt við það eitt að maður reyni að skilja eitthvað í því. Sögur af kjarki, kærleika og þeirri kyngi sem fylgir því að finna Krist á veginum, hvort sem hann bara kallaði til manns eða reisti óvænt við - þið vitið.
Umsjónarmenn eru Arnaldur Máni Finnsson, Ása Laufey Sæmundsdóttir og Bolli Pétur Bollason.
Þátturinn er tekinn upp í Stúdíó Stað og gefinn út af Kirkjuvarpi Þjóðkirkjunnar, Katrínartúni, Reykjavík.
Upphafsstef og söngur, Þorsteinn Einarsson.
Þakkir Einar Georg Einarsson.
Öll réttindi áskilin. 2022 - Þjóðkirkjan