Avsnitt
-
Elísabet hefur verið aðalþjálfari knattspyrnuliðs í 30 ár, í 15 ár stýrði hún liði Kristianstads í sænsku úrvalsdeildinni með frábærum árangri. Hún hefur tvisvar sinnum verið útnefndur þjálfari ársins hjá sænsku úrvalsdeildinni og hefur meðal annars hlotið Fálkaorðuna fyrir sín störf í þágu kvenna knattspyrnu. 2023 hætti hún hjá Kristianstad til að róa á önnur mið og við bíðum spennt að sjá hvað hún tekur sér fyrir hendur.
Elísabet segir frá sínum fyrstu skrefum sem þjálfari, ræðir liðin og áskoranirnar sem hún hefur upplifað, og hvað hún myndi gera öðruvísi í dag sem yngri flokka þjálfari. Hún ræðir mistökin sem þroskuðu hana sem þjálfara og af hverju henni finnst Besta Deildin hafa þróast of hægt á síðustu 16 ár. Elísabet ræðir möguleika kvennalandsliðsins á EM í sumar og fer yfir það sem hún telur styrkleika og veikleika liðsins. Þá ræðir hún einnig hvort hún vilji þjálfa karlalið og að hún hefði elskað það challenge að taka til í karlaliði Vals í sumar.
Elísabet hefur skemmtilega sýn á að búa til samhelt lið, einhverjir myndu næstum kalla það sértrúarsöfnuð. Hún ræðir hvaða eiginleika leikmenn þurfa að hafa og hvernig hún notar litríkt excel skjal með dass af "Flow" til að velja í liðið sitt. Hún notar mismunandi nálganir á leikmenn, ræðir sjálfstraust þeirra og þjálfara.
Elísabet segir söguna þegar hún plataði milljónamæring á fund til að ræða styrktar umhverfi íþróttafélaga og hvernig það þurfi að vera win win fyrir klúbbinn og samfélagið. Hún gefur ráð til þjálfara og íþróttafólks og margt fleira. Hvetjum ykkur til að hlusta og fylgjast vel með Elísubetu 2025!
@elisabetgunnarz
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Eygló Fanndal Sturludóttir er 23 ára læknanemi og ein sú besta í Ólympískum Lyftingum í -71 kg flokki. Í ár hefur Eygló sannað sig sem eitt af framtíðarstjörnum í Ólympískum lyftingum, hún varð Norðurlandameistari, Íslandsmeistari, Evrópumeistari U23 og í 4rða sæti á Heimsmeistaramótinu núna í desember. Þá var hún hársbreidd frá því að komast inn á Ólympíuleikana og ræðir um áætlanir hennar fram að 2028 Ólympíuleikunum.
Í Ólympískum lyftingum er keppt í Snörun og Jafnhendingu (clean & jerk), en keppt er í samanlögðum árangri í þessum greinum. Í þættinum ræðir hún hvernig æfingavikan er sett upp, tæknin sem þarf að huga að og fleira. Einnig ræðum við mikilvægi næringar og endurheimtar.Við þökkum samstarfsaðilum Klefans, Auður, Hafið fiskverslun, Lemon, og Nutrilenk fyrir stuðninginn.
Hvetjum ykkur til að hlusta og fylgjast vel með Eygló 2025!
@eyglo_fanndal
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Saknas det avsnitt?
-
Guðbjörg Gunnarsdóttir er fyrrum markvörður sem lék með öllum yngri landsliðum Íslands ásamt A landsliði Íslands, yfir 100 landsleiki. Þá var hún atvinnukona frá 2009-2022 þar sem hún spilaði með 6 erlendum liðum í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi.
Í dag starfar hún sem markmannsþjálfari hjá yngri landsliðum sænska knattspyrnusambandsins, ásamt því að halda í fyrirlestra fyrir sænska sambandið sem snúast um markmannsþjálfun, þróun markvarða og hvernig best er að leggja upp æfingar fyrir markmenn. Þá sér hún einning um gæðastjórnun í menntun markvarðarþjálfara hjá Knattspyrnusamböndum Stokkhólms og Gotlands.
Guðbjörg ræðir um áherslur í markmannsþjálfun í Svíþjóð, innihald á æfingum og hvernig hægt er að vinna í andlegum þætti markvarða ásamt mörgu öðru.
Þátturinn er í boði Auður, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
Velkomið að senda á hana skilaboð ef þú hefur spurningar 👉🏼@guggag.
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Snorri Steinn Guðjónsson er landsliðsþjálfari íslenska karla landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig nú fyrir Heimsmeistaramótið sem fer fram í janúar. Snorri Steinn spilaði 257 leiki fyrir íslenska landsliðið, þá var hann einnig atvinnumaður í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi.
Snorri ræðir landsliðsþjálfara starfið, aðdraganda Heimsmeistaramótsins og hvernig rútínan þeirra er úti. Snorri ræðir ferilinn, silfurverðlaunin og deilir reynslu sinni af mótlæti, meðal annars að klikka á mikilvægu víti á Ólympíuleikunum.
Þá fengum við spurningar frá ungu íþróttafólki sem Snorri vandaði sig að svara. Snorri hvetur alla til að nenna að leggja sig fram og ná sínum markmiðum.
Þátturinn er í boði Auður, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
3:15 - Undirbúningur fyrir HM og vona að leikmenn meiðist ekki.
8:25 - Þjálfa Val - hvernig það hlutverk er öðruvísi
10:35 - Traust til leikmanna og að landsliðsmenn skilji sín hlutverk
13:20 - Mótlætið og fara í fílu, "ég er mikill fan af mótlætinu, ég held að það gerist ekkert gott nema með mótlætinu".
14:20 - Hvaða áhrif að klúðra vítinu á ÓL hafði á Snorra
18:20 - Undirbúningurinn fyrir HM og æfingar fyrir HM
21:30 - Aron Pálmarsson fór aftur út til Veszprem
23:44 - Að velja lokahópinn fyrir HM
26:20 - ráð til yngri flokka sem komast ekki í hópinn
29:26 - Svekktur með hefbundinn undirbúning fyrir HM og ræðir hvernig mótið leggst í hann
32:50 - Að vera í sigurliði
34:25 - Hvernig býrðu til lið úr einstaklingum?
39:06 - Dagskrá landsliðsins úti
48:00 - Að upplifa gagnrýni
54:00 - Hvað er mikilvægt fyrir ungt íþróttafólk að huga að til að ná sem lengst?
57:10 - Að æfa fleiri íþróttagreinar, "því meira því betra".
1:00:40 - ræddi um Val og liðin sem hann var í
1:08:15- "blautur bak við eyrum og hélt ég væri frábær þjálfari".
1:16:20 - Hæfileikamótun og menntaskólaaldurinn
1:23:10 - Spurningar frá yngri kynslóðinni@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Arnar Páll Gunnlaugsson frá Sósíalistaflokknum kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi.
Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk.
Tímalína:
4:50 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar
13:05 - þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi
18:15 - Brottfall og stytting menntaskóla
24:10 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn
25:50 - Veðmálastarfsemi á ÍslandiÞú finnur okkur á Instagram:
@klefinn.is
@meistariarnar
@siljaulfars
@sosialistaflokkurinn -
Ásmundur Einar Daðason frá Framsókn kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi.
Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk.
Tímalína: (Ásmundur snertir þessi atriði út um allt í þættinum en tímalínan er gróf).
15:55 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar
33:45 - þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi
40:15 - Brottfall og stytting menntaskóla
48:42 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn
58:35 - Veðmálastarfsemi á ÍslandiÞú finnur okkur á Instagram:
@klefinn.is
@asmundureinar
@siljaulfars
@framsokn -
Theodór Ingi Ólafsson frá Pírötum kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi.
Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk.
Tímalína:
8:25 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar
17:10 - þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi
21:25 - Brottfall og stytting menntaskóla
26:20 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn
28:05 - Veðmálastarfsemi á ÍslandiÞú finnur okkur á Instagram:
@klefinn.is
@teddilebig
@siljaulfars
@piratar -
Hannes S. Jónsson frá Samfylkingunni kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi.
Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk.
Tímalína:
12:00 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar
31:45 - Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi
37:37 - Brottfall og stytting menntaskóla
45:30 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn
50:50 - Veðmálastarfsemi á ÍslandiÞú finnur okkur á Instagram:
@klefinn.is
@hannes_sigurbjorn
@siljaulfars
@xs_samfylkingin -
Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi.
Hér má sjá stefnu Viðreisnar um Íþróttir og tómstundir.Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk.
Tímalína:
7:50 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar
23:45 - þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi
29:25 - Brottfall og stytting menntaskóla
37:50 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn
40:35 - Veðmálastarfsemi á ÍslandiÞú finnur okkur á Instagram:
@klefinn.is
@hannakatrinfridriks
@siljaulfars
@vidreisn -
Bjarki Hjörleifsson frá Vinstri Grænum kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi.
Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk.
Tímalína:
5:10 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar
14:20 - Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi
23:40 - Brottfall og stytting menntaskóla
31:14 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn
35:52 - Veðmálastarfsemi á ÍslandiÞú finnur okkur á Instagram:
@klefinn.is
@bjarkihj
@siljaulfars
@vinstrigraen -
Anton Sveinn McKee frá Miðflokknum kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi.
Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk.
Tímalína:
8:00 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar
20:30 - Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi
25:00 - Brottfall og stytting menntaskóla
27:50 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn
29:30 - Veðmálastarfsemi á ÍslandiÞú finnur okkur á Instagram:
@klefinn.is
@antonmckee
@siljaulfars
@midflokkurinn -
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi.
Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk.
Tímalína:
5:50 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar
17:40 - þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi
25:45 - Brottfall og stytting menntaskóla
32:00 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn
34:20 - Veðmálastarfsemi á ÍslandiÞú finnur okkur á Instagram:
@klefinn.is
@aslaugarna
@siljaulfars
@sjalfstaedis -
Margrét Lára starfar sem sálfræðingur og leggur áherslu á markmiðasetningu sem hún vinnur oft með íþróttafólki sínu.
Í þættinum fer Margrét Lára yfir aðferðir sem hún notar í markmiðasetningu með fólkinu sem hún vinnur með. Markmiðasetning snýst ekki bara um að ná árangri, heldur eykur það einnig sjálfstraustið, er ákveðin streituþjálfun og getur aðsoðað með frammistöðukvíða. Það er mikilvægt að skrifa niður markmiðið og endurskoða þau reglulega. Markmiðasetning hefur víðtæk áhrif á íþróttafólk, á jákvæðan hátt, þá er gott að skoða sig og þekkja sína styrkleika og veikleika.
Margrét Lára fer yfir muninn á mismunandi markmiðum
Frammistöðumarkmið Færnimarkmið Niðurstöðutengd markmið„Hlutir geta farið í allar áttir, ef maður er samviskusamur og tekur þetta föstum tökum og gerir sitt besta þá getur maður alltaf verið sáttur við niðurstöðuna,“ segir Margrét Lára.
Mælum með að þú takir glósur, gefi þér tíma að skoða hvað þú þarft að vinna í til að ná þínum markmiðum og hefjist svo handa. Gangi þér vel
Þátturinn er í boði Auður, Útilífs, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.Þú finnur okkur á instagram
@mlv9
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Margrét Lára Viðarsdóttir kíkti í Klefann og fór yfir ferilinn, en hún er ein af farsælustu knattspyrnukonum Íslands, hún starfar í dag sem sálfræðingur við Heil Heilsumiðstöð sem hún rekur ásamt fjölskyldu sinni.
Margrét Lára fer yfir ferilinn sinn sem hófst hjá ÍBV, hún fer aðeins yfir liðin sín, lærdóminn og meiðslin sem höfðu mikil áhrif á hana. Margrét lék með öllum landsliðum Íslands á sama tíma, en í dag myndi hún gera þetta öðruvísi. Þá segir hún frá upplifuninni þegar hún sleit krossböndin rétt fyrir EM og hvernig hún vann sig í gegnum það.
Sálfræðingurinn Margrét Lára gefur einnig góð ráð og smá innsýn inn í huga íþróttafólks, hún ræðir meiðsli og óttanum sem getur fylgt þeim, kvíðann, félagskvíðann, að hafa hugrekki, hvernig við bætum sjálfstraust og hvernig þjálfarar geta aðstoðað íþróttafólkið sitt. Þá gefur hún einnig góð ráð til foreldra og hvetur ungt fólk til að vera í fjölbreyttri hreyfingu og hafa hugrekki.
Þetta og fullt annað í þessum þætti, en á fimmtudag kemur út markmiðaþáttur með Margréti Láru.
Þátturinn er í boði Auður, Útilífs, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
Þú finnur okkur á instagram
@mlv9
@Klefinn.is
@Siljaulfars4:00 - knattspyrnuferillinn
8:30 - Meiðslin
12:20 - Íþróttamaður ársins
15:35 - Landsleikir og að spila með öllum landsliðunum
22:20 - Afreksmiðuð of snemma og fjölbreyttar íþróttir
29:20 - Heil Heilsumiðstöð
33:50 - Meiðsli íþróttafólks og óttinn sem fylgir
40:20 - Forgangsröðun, Menntaskólarnir og brottfall
42:45 - Meiðsli og hlutverk þjálfara
43:45 - Krossbandaslit fyrir EM
47:00 - Hvað geta þjálfarar gert?
51:20 - Kvíði íþróttafólks
52:30 - Koma aftur eftir barnseignir
55:35 - Ótti og kvíði, félagskvíði, hverjir eru triggerarnir
1:02:10 - Þjálfarar og samtal við íþróttafólkið
1:04:40 - Félagskvíði og að fara inn í aðstæður
1:17:15 - Andlegur styrkur
1:21:10 - hlutverk foreldra
1:24:45 - Halda börnum í íþróttum, höfnun og fleira
1:28:00 - Hver er þín hleðsla?
1:36:55 - Imposter Syndrome
1:41:20 - Sjálfstraust og sjálfstal -
Í þessum þætti ræðum við við Erling Richardsson íþróttafræðing og handboltaþjálfara Austuríska liðsins Mödling og akademíunnar í Vestmannaeyjum. Erlingur ræðir þjálfaraferilinn, reynslu sína að þjálfa í nýju umhverfi, að setja saman teymið sitt, velja fyrirliðann og að byggja upp skipulagða þjálfun fyrir ungt íþróttafólk.
Erlingur talar um mikilvægi þess að æfa fleiri íþróttir og seinka sérhæfingu íþróttafólks, þá ræðir hann einnig hugmyndir um hvernig sé hægt að efla íþróttakennslu, mikilvægi fjölbreytni í íþróttum og hreyfingu fyrir börn og hvernig er hægt að búa til betra umhverfi fyrir ungt íþróttafólk.
Erum við á réttri leið með akademíur, afreksstefnu og sérhæfingu unga íþróttafólksins okkar?
2:00 – Mödling þjálfara verkefnið
19:40 – Akademían í Vestmannaeyjum
23:40 – Íþrótta akademíur – niðurstöður sláandi
25:20 – Leikfimikennsla
31:00 – Þjálfun erlendis
34:20 – Að finna góðan fyrirliða
44:30 – Saudi Arabía
49:15 – Sérhæfing ungs íþróttafólks – barnastjarna eða afreksmaður
1:02:00 – Rannsóknir, Belgía, og fleira.
1:05;40 – Ef Erling mætti ráða, hvernig myndi hann setja þetta upp
1:11:50 – FjölskyldanÞátturinn er í boði Auður, Útilífs, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
Þú finnur okkur á instagram
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Arnar Sölvi ræðir næringur íþróttafólks, en hann lærði íþróttanæringarfræði í Liverpool og var nálægt því að landa starfi hjá Tottenham Hotspur sem íþróttafræðingur.
Arnar vinnur með íþróttafólki með því markmiði að bæta æfingar og keppnisárangur, ná betri endurheimt, bæta líkamssamsetningu, minnka meiðslahættu og fleira.
Margt kom fram í þættinum meðal annars:
Hvað á íþróttafólk að fókusa á í næringu? Skipulag, hvað á að borða fyrir og eftir æfingar MorgunæfingarFæðubótaefni, prótein, kreatín og fleiri fæðubótaefniLíkamssamsetning, þyngjast, léttast og fleira.15% afsláttur á Hreysti.is með kóðanum KLEFINN - hvetjum þig til að nýta ykkur afsláttinn.
Þátturinn er í boði Auður, Útilífs, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
Þú finnur okkur á instagram
@nutreleat
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Lára Hafliðadóttir hefur verið að sérhæfa sig í þjálfun kvenna og er fitness þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Víking. þá er hún einnig að hefja doktorsnám til að skoða fitness hjá konum í fótbolta enn frekar.
Lára ræðir hvernig á að þjálfa konur og hún útskýrir tíðahring kvenna og hvernig áhrif hann hefur á æfingar og líkamann og hvað gerist í hverjum fasa í tíðahringnum og að konur ættu að tracka tíðahringinn sinn, þá fer hún einnig yfir hormónabreytingar, getnaðarvarnir og fleira.Það er mikilvægt að opna umræðuna um blæðingar því það er eitthvað sem allar konur upplifa, þá er mikilvægt að karlar og þjálfarar þekki þetta einnig.
Þátturinn er í boði Auður, Útilífs, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
Þú finnur okkur á instagram
@larahaf
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Brynjar Benediktsson kom í Klefann og sagði okkur hvernig ungt íþróttafólk getur farið út til Bandaríkjanna á háskólastyrk. Brynjar er eigandi Soccer and Education USA ásamt konu sinni Jónu Kristínu Hauksdóttur. Árlega aðstoða þau um 80 íþróttafólk að fá skólastyrk til Bandaríkjanna í fótbolta, körfubolta, frjálsum, sundi og golfi.
Brynjar segir okkur frá ferlinu til að komast út, hann gefur góð ráð fyrir undirbúninginn og hleypir okkur betur inn í þennan Bandaríska heim. Það er gott að huga að þessu snemma og við hvetjum ykkur til að hlusta á þennan þátt og fara strax að elta draumana ykkar.
Þátturinn er í boði Auður, Útilífs, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
Þú finnur okkur á instagram
@soccerandeducationusa
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Kristín Þórhallsdóttir er sterkasti dýralæknir í heiminum, hún byrjaði í Kraftlyftingum 35 ára og er verðlaunahafi á Heims- og Evrópumeistaramótum, þá hefur hún meðal annars orðið Evrópumeistari og á Evrópumet.
Kristín ræðir ferilinn, hvernig hún kynntist íþróttinni og komst hratt í fremstu röð, þá fer hún aðeins yfir Kraftlyftingarnar, en þar er keppt í samanlögðum árangri í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ef þú ert að spá í tölum Kristínar þá á hún 230 kg í hnébeygju, 125 kg í bekkpressu, 240 kg í réttstöðulyftu.Kristín er dýralæknir og tveggja barna móðir, en annar strákurinn hennar er langveikur með sjaldgæft heilkenni. Hvetjum þig til að hlusta, það er greinilega aldrei of seint að byrja á nýju áhugamáli!
Þátturinn er í boði Auður, Útilífs, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
Þú finnur okkur á instagram
@kristin_thorhallsdottir
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Evrópumótið í götuhjólreiðum fer fram í Belgíu dagana 11.-15. september.
Keppt er í tímatöku þar sem þau hjóla 31.2 km, og götuhjólreiðum þar sem Elite konur og U23 hjóla 162 km og Elite karla hjóla 222.8 km.
Mikael Schou afreksstjóri Hjólreiðasambands Íslands sagði okkur frá mótinu og umstanginu í kringum það, þá heyrðum við í Elite keppendunum ásamt Davíði sem keppir í U23.
Í þættinum ræða þau meðal annars undirbúninginn, næringuna, olnbogana, hvað þarf að huga að og hvernig svona keppni fer fram.
Þátturinn er í boði Útilífs, Auður, Lemon, Hafið fiskverslun og Nutrilenk
Hvetjum ykkur til að hlusta og til að styðja við íþróttafólkið, en þú finnur þau hér:Elite
Bríet Kristý GunnarsdóttirHafdís SigurðardóttirKristinn JónssonSilja JóhannesdóttirU23
Björgvin Haukur Bjarnason Breki Gunnarsson Daníel Freyr Steinarsson Davíð JónssonÞú finnur okkur á instagram
@klefinn.is
@siljaulfars
@icelandcycling - Visa fler