Avsnitt
-
Þórarinn ræðir við Flosa Eiríkisson en hann er að vonast eftir því að gerast formaður VR í kosningum sem standa nú yfir fyrir félagsmenn VR. Rætt er um hugmyndafræðilegar ástæður stéttarfélaga, húsnæðismál, stjórnmál, jöfnuð, Ragar Þór Ingólfsson, Höllu Gunnarsdóttur og margt fleira.
Til að styrkja þetta framtak má fara inn á
www.pardus.is/einpaeling
eða
Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:
Rkn. 0370-26-440408
Kt. 4404230270 -
Þórarinn ræðir við enn einu sinni við Eld Ólafsson, forstjóra Amaroq Minirals á Grænlandi. Að þessu sinni er rætt um alþjóðastjórnmálin og hvernig staða Amaroq kann að hafa breyst nú þegar Donald Trump hefur sýnt landinu aukinn áhuga vegna fágætra málma og öðru jarðefni.
- Hvað þarf Þorgerður Katrín að gera til þess að vinna fyrir hagsmunum Íslands?
- Hvernig gengur gröftur Amaroq eftir strategískum málmum?
- Hvernig breytir áhugi Bandaríkjanna stöðu Amaroq?
- Geta Norðurlöndin verið svar Bandaríkjanna við Kína?
Þessum spurningum er svarað hér.
Til að styrkja þetta framtak má fara inn á www.pardus.is/einpaeling
eða
Leggja inn á:
Rkn. 0370-26-440408
Kt. 4404230270 -
Saknas det avsnitt?
-
1. Andrea Sigurðardóttir og Þórður Gunnarsson 00:00
2. Jens Garðar Helgason 29:44
3. Heiðar Guðjónsson 52:35
4. Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir 1:15:30
Þórarinn er staddur á landsfundi sjálfstæðisflokksins til þess að taka stöðuna. Rætt er við áhrifafólk innan fólksins sem og fleiri. Fyrst er rætt við Þórð Gunnarsson, hagfræðing, og Andreu Sigurðardóttur, blaðamann. Rætt er um stöðu Sjálfstæðisflokksins, borgarstjórnmálin, styrktarmálið, stéttarfélags baráttuna og margt fleira.
Því næst kemur Jens Garðar Helgason en hann býður sig fram í varaformann sjálfstæðisflokksins þar sem hann etur kappi við Diljá Mist Einarsdóttur. Fjallað er um hvort að gráhærður karlmaður ætti að verða varaformaður og hvað hann hyggst gera gerist hann einn daginn formaður flokksins. Því næst er rætt um stjórnmálin á alþjóðasviðinu og hvaða stöðu Íslendingar þurfi að taka í þeim efnum. Fjallað er um loftslagsbreytingar, sérstöðu Íslands og margt fleira.
Þar á eftir kemur góðvinur þáttarins, Heiðar Guðjónsson fjárfestir og hagfræðingur þar sem rætt er um heimsmálin og útspil Trump að taka hart á Zelensky Úkraínuforseta. Í því samhengi er fjallað um fágætismálma, orkumál, stöðu Íslands, hagsmuni, varnarmál og margt fleira.
Að lokum var rætt við stelpurnar í komið gott, vinsælasta hlaðvarpi landsins, um kynþokka stjórnmálamanna og áhrif hans á velgengi þeirra. Hver sé bestur til þess fallinn að leið aflokkinn áfram, eru öll hlaðvörp hægrisinnuð? Þessum spurningum er svarað.
Til að styrkja þetta framlag má gera það með því að gerast áskrifandi á www.pardus.is/einpaeling eða leggja inn á:
Rkn. 0370-26-440408
Kt. 4404230270 -
Þórarinn ræðir við Þórð Pálsson um breytingar í heiminum og hvað þær munu koma til með að hafa áhrif á í samhengi við fjármálamarkaði og fleira.
- Er ESG kerfið fallið?
- Hvaða áhrif munu áherslubreytinar Trump koma til með að hafa?
- Á að taka á móti fólki sem hafnar menningu okkar?
Þessum spurningum er svarað hér
Til að styrkja þetta framtak má fara inn á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við Áslaugu Örnu, frambjóðanda til formanns Sjálfstæðisflokksins, um stefnu og strauma í stjórnmálunum. Fjallað er um nýja hægribylgju í stjórnmálunum, pólitík á Íslandi og margt fleira.
- Hvernig hefði Áslaug tæklað mál Helga Magnúsar?
- Afhverju gagnrýndi Áslaug Ásmund Friðriksson í útlendingamálunum?
- Mun Áslaug Arna verða Margaret Thatcher okkar Íslendinga?
Þessum spurningum er svarað hér.
Til að styrkja þetta framtak má fara á www.pardus.is/einpaeling -
Hersir Aron Ólafsson er fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Í þessum þætti er rætt um hvað formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að geta tekist á við, stjórnmálin, breytta heimsmynd, að stjórna narratívi, Íslandsbankasölumálið, fjölmiðla, útlendingamál og að geta unnið með fólki sem er manni ósammála.
Til að styrkja þetta framtak má fara á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við Jón Pétur Zimsen, fyrrum skólastjóra og núverandi alþingismann Sjálfstæðisflokksins. Rætt er um stöðuna sem er komin upp í Breiðholtsskóla þar sem drengir af erlendum uppruna valsa stjórnlaust um óafskiptir og hefur tekist að ná heljargreipum á skólanum. Jón Pétur gagnrýnir þetta og segir yfirvöld og stjórnendur skólans bersýnilega hafa brugðist í þessu máli.
- Afhverju geta skólayfirvöld ekki tekist á við menningarvanda?
- Er skóli án aðgreiningar skóli án menntunar?
- Þarf töluleg gögn til þess að bæta skólakerfið?
Til að styrkja þetta hlaðvarp og öðlast aðgang að efninu fyrr en aðrir má fara inn á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur um stöðu feminískrar baráttu. Rætt er um gerendur, breytt viðhorf ungmenna, stjórnmálin og margt fleira.
Til að styðja þetta framtak má fara á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn og Árni Helgason, lögmaður og fyrrum hlaðvarpsstjórnandi, stinga á hin ýmsu kýli. Rætt erum rétttrúnaðinn og hvernig stjórnmálin hafa breyst á undraskömmum tíma.
- Hvað gerir vinstrið þegar pendúllinn sveiflast til baka?
- Er búið að reka Gretu Thunberg sem orkumálastjóra heimsins?
- Hvað ef Trump ásælist Ísland?
- Hvaða áhrif hefur menningarmunur í byggingariðnaði?
- Þarf Javier Milei að koma til Íslands?
- Hvað finnst Helga um mál Helga Magnúsar og Sigríðar Friðjónsdóttur?
- Afhverju nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki til "the average Joe"?
Þessum spurningum er svarað hér.
Til að styðja við þetta framtak má fara inn á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við Sigurð Hannesson, framkvæmdarstjóra Samtaka iðnaðarins, um stöðuna er varðar verðmætasköpun, tollamál, stjórnmálin og margt fleira.
- Hver verða áhrif tollastríðs á lífskjör á Íslandi?
- Var Jóhann Páll sá ráðherra sem við biðum eftir?
- Á að loka álverum og gagnaverum?
Þessum spurningum er svarað hér. -
Þórarinn ræðir öðru sinni við Agnar Tómas Möller um hin ýmsu mál. Sérstök áhersla er lögð á breytt umhverfi stjórnmálanna í heiminum og hvernig pendúllinn virðist ætla að sveiflast langt til hægri eftir langt skeið vinstri stjórnmála.
- Hver er framtíð Evrópu?
- Er MEGA á leiðinni?
- Hvað ætlar Trump sér að gera með tollastríðinu?
Þessum spurningum er svarað hér. -
Þórarinn ræðir við Diljá Mist Einarsdóttur og Jakob Birgisson um stöðu stjórnmálanna.
Til að styðja þetta framtak og fá þáttinn á undan öðrum má fara á www.pardus.is/einpaeling. -
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, mætir öðru sinni til þess að ræða stöðuna í orkumálum. Hann telur vonda stöðu í orkumálum komna upp og ástæðuna segir hann vera meðvirkni gagnvart minnihlutahópum sem hafa aðgengi að fjölmiðlum, sem dansa í takt. Staða Hvammsvirkjunnar sé mikið bakslag og mikilvægt sé að kippa leyfinu í liðinn eins fljótt og auðið er. Ellegar sé staðan orðin alvarleg.
Til að styðja við þetta framtak og fá þættina fyrr en aðrir má fara á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við Helga Hrafn Gunnarsson, fyrrum þingmann Pírata, um stjórnmálin í dag, upplýsingahernað, Rússland, tjáningarfrelsi, lýðræði, skömm, heiðursglæpi og margt fleira.
- Ætlar Helgi Hrafn aftur á þing?
- Stendur lýðræðissamfélögum ógn af trúarbrögðum?
- Eru Rússar þeir einu sem stunda upplýsingahernað?
Þessum spurningum er svarað hér. -
Þórarinn ræðir við sósíalistann Trausta Breiðfjörð en hann hefur verið virkur í starfi sósíalistaflokksins og setið sem borgarfulltrúi í Reykjavík.
Þá er rætt um símanotkun, sósíalisma, kapítalisma, fjölmenningu, heiðursmenningu, bresk kynferðisafbrotagengi, örorku og margt fleira.
- Eru hægrimenn að flytja inn útlendingavandann?
- Er fjölmenning komin til að vera?
- Afhverju er örorka að aukast?
Þessum spurningum er svarað hér. -
Þórarinn ræðir við Ísak Rúnarsson, forstöðumann málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins. Í þættinum er lögð sérstök áhersla á hvaða undirstöður þurfi að vera til staðar til þess að ríki ná árangri og er bókin Why Nations Fail notuð til þess að fjalla um þau mál. Í því samhengi er rætt um atvinnufrelsi, Milton Friedman, kerfislega þætti verðmætasköpunar, fjölmenningu, kulnun, strandveiðar, fiskeldi og margt fleira.
-
Þórarinn og Brynjar tylla sér og ræða hin ýmsu mál. Í fyrstu er fjallað um það afhverju það er gott að búa á Íslandi og formann Sjálfstæðisflokksins.
Í kjölfarið er rætt um vanda Sjálfstæðisflokksins, kulnun, nýja ríkisstjórn, fjölmenningu, stjórn Reykjavíkurborgar, spillingu, skólamál, lyfjanotkun barna, væl innan veggja háskólanna og margt fleira.
- Er hægt að taka mark á háskólagráðum?
- Er Ísland fjölmenningarsamfélag?
- Afhverju eykst lyfseðilsskyld amfetamín notkun barna?
Þessum spurningum er svarað hér.
Til að styrkja þetta framtak má fara inn á www.pardus.is/einpaeling -
TikTokstjarnan Sigurður Anton vakti mikla athygli í aðdraganda nýliðinna alþingiskosninga þar sem hann ræddi um fasisma, stjórnmálin, nýfrjálshyggju og fleira.
Í þessum þætti er rætt um þau mál ásamt fyrirtækjaeign verkafólks, kynferðisafbrotahringi í Bretlandi, kynjamál og margt fleira.
Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling -
Sölvi Tryggvason, hlaðvarpsstjórnandi með meiru, spjallar við Þórarinn um stjórnmálin á Íslandi, hugarfar, heilsu, Donald Trump, RÚV og margt fleira.
- Afhverju klárar RÚV ekki umfjöllunina um Sölva Tryggvason?
- Sölvi Tryggvason er spenntur að sjá breytingarnar sem Donald Trump og Robert F. Kennedy munu gera.
- Myndi Sölvi starfa hjá RÚV fyrir þrjár milljónir á mánuði?
Þessum spurningum er svarað hér. -
Björn Jón Bragason mætir í settið og ræðir hina ýmsu hluti. Meðal annars mannréttindi, stjórnmálin á Íslandi, hugarfar, hægribylgju ungs fólks, menningarlega afstæðishyggju, vinstri róttækni og Vestræn Gildi.
- Fylgja því engar kröfur að gerast íslenskur ríkisborgari?
- Er hægribylgja ungs fólks óumflýjanleg?
- Er menningarleg afstæðishyggja fyrirlitlegri en aðrar syndir?
Þessum spurningum er svarað hér! - Visa fler