Avsnitt
-
Þeir voru vel að hrósinu komnir, þeir Sigurður, Fannar, Emanúel og Róbert. Þeir komu 6 ára dreng til bjargar en sá var orðinn týndir og vissi ekki hvernig hann kæmist heim. Fjöldi fullorðinna gekk framhjá án þess að skipta sér en þeir félagar komu honum heim á endanum! Þetta ásamt fullt af öðru efni í þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Mikill geðshræring hefur gripið um sig hjá fjölmiðlum og öðrum ríkjandi valdhöfum þegar menn eins og Elon Musk beita áhrifum sínum til stuðnings málfrelsi og öðrum klassískum vestrænum gildum. Talsmenn rétttrúnaðarins eru líka að fara á límingunum yfir því að Donald Trump sendi út skýr skilaboð, til Rússlands og Kína, um að Grænland sé ekki þeirra leikvöllur. Þá ræðum við einnig um hörmuleg viðbrögð yfirvalda í Kaliforníu við löngu fyrirséðri skógareldahættu sem nú hefur raungerst í einhverjum hræðilegustu náttúruhamförum í manna minnum. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Saknas det avsnitt?
-
Litið verður yfir myndband þeirra ágætu hjóna, Huldu Tolgyes og Steina á Karlmennskunni þar sem þau kvarta yfir því að þeim sé sýnd kurteisi. Skoðum dulið ofbeldi gegn karlmönnum, hvernig drengir fá ekki nógu mikið hrós, karlmann vikunnar og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Að þessu sinni var Hluthafaspjallinu tvískipt. Í fyrri hluta þáttarins létu ritstjórarnir gamminn geisa en í seinni hluta þáttarins mætti Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland, og fór yfir tíðindi síðasta árs í Kauphöllinni og hvers væri að vænta á nýju ári. Ritstjórarnir byrjuðu á því að fara yfir fjármálatíð Bjarna Benediktssonar, fráfarandi formanns Sjálfstæðisflokksins, en gríðarleg breyting varð á stöðu ríkissjóðs þegar hann tók við sem fjármálaráðherra árið 2013. Um leið var farið yfir pólitíska óvissu með nýrri ríkisstjórn sem þegar er farin að hafa áhrif á sjávarútveginn? Litlu kvótahafarnir eru farnir að selja en ritstjórarnir veltu fyrir sér hvort stóru sjávarútvegsfyrirtækin í Kauphöllinni myndu njóta skráningarinnar. - Mun þetta styrkja stóru skráðu félögin? Um leið var farið yfir fjármögnunarþörf ríkissjóðs í ljósi fjármálaáætlunar. Á skuldabréfamarkaði á árinu munu togast á tveir kraftar. Annars vegar vaxtalækkanir Seðlabankans og hins vegar útgáfuþörf ríkissjóðs á skuldabréfum (sem þýðir aukin fjárþörf og hærri vextir).En að venju var sjónum beint að kauphöllinni og sérstaklega því að mikið er að gerast í kringum „gullmolana þrjá“, Alvotech, Amaroq Minerals Ltd. og Oculis. Fjörugur þáttur að venju! Menn hefðu kannski átt að hlusta á Halldór Kristmannsson um Oculis í október!Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Söngkonan Stefanía Svavarsdóttir hefur sungið frá því hún man eftir sér. Hún er tvíburi og segir að hún og systir hennar séu eins og svart og hvítt og hafi ekki getað verið saman í bekk í grunnskóla, en séu mjög nánar í dag. Stefanía kom í viðtal og ræddi um lífið og tilveruna, sönginn, sjálfsvinnuna og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þættinum fara þeir Dagur og Óli yfir kvikmyndir, glimmer og útlendinga sem vilja víkingahúðflúr.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Asíski nauðgunargengja-skandallinn í Bretlandi varpar ljósi á alvarleika þess að mál séu þögguð niður í nafni fjölbreyttni og umburðarlyndis. Koma hefði mátt í veg fyrir hrottalega glæpi og miklar þjáningar ef opinberir starfsmenn, lögreglumenn og aðrir embættismenn hefðu þorað að segja upphátt það sem þeir allir vissu. Hér á Íslandi mætti hafa þetta í huga í umræðunni um vararíkissaksóknara Helga Magnús Gunnarsson, sem hefur fengið yfir sig miklar skammir fyrir að benda á sannleikann í málefnum aðfluttra afbrotamanna.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þessum fyrsta þætti ársins verður rennt yfir hápunkta ársins 2024 og svo verður farið yfir algerlega ótrúlega fléttu sem leiddi til þess að nauðgunargengi frá Pakistan gátu misnotað stóran hluta af öllum stúlkubörnum í Englandi!Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Það er ljóst að sjálfstæðismenn þurfa að leita út fyrir raðir þingflokks flokksins ef þeir ætla finna aðila sem fyllt getur í fótspor Bjarna Benediktssonar. Helsti kandídatinn er auðvitað Stefán Einar Stefánsson. Hann hefur fyrir löngu sannað sig sem verðugan leiðtoga sem hefur munninn fyrir neðan nefið og skilur kjarna sjálfstæðisstefnunnar betur en margir kjörnir fulltrúar flokksins. Við förum yfir þetta og margt fleira í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Farið yfir árið í Kauphöllinni og atvinnulífinu almennt og horfur næsta árs metnar. Við fáum til okkar góða gesti að þessu sinni:
Hermann Guðmundsson, forstjóra Kemi, Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar og Eggert Þór Aðalsteinsson, fjárfestingarstjóra hjá Kviku Eignastýringu. Hressilegur þáttur að venju.
-
Farið yfir árið í Kauphöllinni og atvinnulífinu almennt og horfur næsta árs metnar. Við fáum til okkar góða gesti að þessu sinni: Hermann Guðmundsson, forstjóra Kemi, Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar og Eggert Þór Aðalsteinsson, fjárfestingarstjóra hjá Kviku Eignastýringu. Hressilegur þáttur að venju.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Það er greinilega talsvert flóknara að sitja í ríkisstjórn heldur en að gagnrýna úr stjórnarandstöðu. Strax á fyrsta degi hefur Valkyrjustjórnin lýst því yfir að nokkur af helstu baráttumálum flokkanna muni ekki verða að veruleika. En það er ekkert víst að þetta klikki og megi þeim ganga sem allra best að ná niður verðbólgu og vöxtum allri þjóðinni til heilla. Gleðileg Jól frá Harmageddon.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari Íslands, hefur ítrekað vakið athygli fyrir ákvarðanir sínar í málum sem sumir telja einkennast af pólitískum eða samfélagslegum þrýstingi. Við förum yfir nokkur mál sem varpa ljósi á það. Ljóst er að þjóðin fær Valkyrjuríkisstjórn í jólagjöf en óljóst er hvað sá jólapakki á nákvæmlega eftir að kosta. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Með yfirtöku Samkaupa á Heimkaupum, sem reka m.a. Prís og 10-11 verslanir, er mikil gerjun að eiga sér stað á matvörumarkaðnum. Þetta virðist vera leið Prís inn á markaðinn og má gera ráð fyrir fjölda Prís-verslana á næsta ári. Þetta er mat þeirra Jóns G. Haukssonar og Sigurðar M. Jónssonar í nýjum og eldfjörugum þætti Hluthafaspjallsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Efni þáttarins inniheldur samtöl um barnaníð, barnagirnd og nauðganir. Indíana Rós er sjálfstætt starfandi kynfræðingur og veitir faglega og skemmtilega fræðslu fyrir ýmiskonar hópa. Hún kom til okkar í spjall til að ræða um kynlíf, að sjálfsögðu, kynfræðslu í skólum og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Langstökkvarinn Daníel Ingi Egilsson er gestur Blekaða að þessu sinni. Þeir Dagur og Óli ræða við hann um langstökkið, fordóma gagnvart húðflúrum í andliti, aðferðir sem sumir íþróttamenn nota til að ná lengra og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þætti dagsins sjáum við ótrúlega gott og afhjúpandi dæmi um hvernig meginstraumsfjölmiðlar afskræma sannleikann og móta frásagnir til að þjóna ríkjandi rétttrúnaði hverju sinni. Hugmyndin um fjórða valdið sem aðhald að stjórnvöldum er þannig löngu úr sér gengið. Við ræðum líka um aðkomu hins frjálsa markaðar að úrræðum sem við viljum að hið opinbera þjónusti, mannfjöldaþróun á Íslandi og margt margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Opinberir starfsmenn, sem fá laun sín greidd frá skattgreiðendum, njóta ríkulegra forréttinda sem stjórnmálamenn þurfa að hafa þor til að afnema. Íslenskt réttarfar sínir heimilisofbeldi alltof mikla linkind og Reykjavíkurborg er með gjörsamlega allt niður um sig í skipulagsmálum. Þá sýna meginstraumsfjölmiðlar uppreisninni í Sýrlandi grunsamlega mikla samúð sem gefur til kynna að eitthvað sé rotið í Danaveldi. Allt þetta og miklu meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Verði af samruna JBT og Marels eftir rúma viku verður félagið það verðmætasta í Kauphöll Íslands með markaðsverðmæti í kringum 770 milljarða króna. Þetta kemur fram í mjög líflegum umræðum þeirra Jóns G. Haukssonar og Sigurðar M. Jónssonar í Hluthafaspjallinu.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Björgvin Franz Gíslason er leikari og er sonur Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars Jónssonar. Hann er um þessar mundir að leika í Ellý en hefur komið víða við í leiklistinni. Í þætti dagsins segir hann okkur frá edrúmennskunni, föðurmissinum og fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
- Visa fler