Avsnitt
-
„Mig langar að Men in Black gaurarnir komi með ljósið og láti mig gleyma öllu sem gerðist eftir árið 2011, sem var árið sem ég fékk mér Twitter“ - Lóa
Eru liðsmenn íslenska handboltalandsliðsins heitustu menn í heimi? Er Þórir Sæm kominn aftur á Twittter? Hverju má búast við í nýrri seríu af Euphoria? Þetta og fleira til umfjöllunar í þessum þætti, sem tekinn var upp 21.janúar og hefði komið inn fyrr ef athyglisbrests-lyfið Elvanse hefði ekki allt í einu orðið ófáanlegt svo vikum skipti í lok janúar. Umfjöllunarefni hans eru þ.a.l. vintage en samt ekkert svo! Njótið!
-
Saknas det avsnitt?
-
Helga Braga hefur bókstaflega gert allt: Skrifað og leikið í Fóstbræðrum, leiðsagt túristum á rútu, átt kommbakk á leikhúsfjölunum, skartað pappabrjóstum á fyrsta uppistands-gigginu á félagsheimili í Borgarfirði, og farið í burnout löngu áður en það var í tísku. Stelpurnar nutu þess í botn að tala við þessa algjöru drottningu sem elskar að vera í "einhverju skrýtnu", enda mætti hún í þennan þátt.
Elskum ykkur babylotion, njótið vel! -
Rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj... Hver er hann í raun og veru? Hlustendur fá að skyggnast bakvið tjöldin í raunveruleikaþættinum Æði, heyra hvaða Bassa fannst um Lóu þegar hann hitti hana fyrst og komast að því hver framtíðarplön Bassa eru. Bassi rekur það hvernig það var að fara í hlaðvarpsþáttinn Karlmennskan og hvaða afleiðingar það hafði fyrir hann.
-
Rassamyndir á Tene, að lenda í því að það sé hrækt framan í mann (sérstaklega ef manneskja með fjölþættan fíknivanda á í hlut) og að vera ein af fyrstu manneskjum á Íslandi með Pod. Þetta eru þau mál sem voru efst á baugi í þessum nýja þætti af Athyglisbresti á Lokastigi. Saga Garðars er svo fyndin og skemmtileg að þetta er must listen og share with friends kind of episode. Saga Garðarsdóttir er ekki bara geggjuð leikkona og grínisti heldur er hún líka podcast frumkvöðull á Íslandi, en hún stýrði þættinum Ástin og leigumarkaðurinn ásamt vinkonu sinni Uglu Egils.
-
Fyrsti þáttur ársins og þáttastjórnendur leggja spilin á borðið. Hvernig verður þetta ár? Hverjar eru lexíur ársins 2021?
Við ræðum undarlegt blogg leikkonunnar Juliu Fox sem fjallar um stefnumót hennar við Ye. Nýju uppáhalds þættina okkar, Verbúðina, og svo margt fleira í þessum stórkostlega þætti í fullri lengd.
-
Hér er Athyglisbrests-þáttur sem ber nafn með rentu, en til þess að hringja inn hátíðarnar fengum við sanna regulars í þáttinn: Engin önnur en þau Hjalta Vigfússon og Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, enda fá önnur sem geta látið okkur hlæja jafn mikið og á sama tíma gert okkur jafn brjáluð í skapinu <3 Við ræðum einn lélegasta þátt sem gerður hefur verið(spoiler: Það er "And just like that"), plönum áramótapartý með besta þema í heimi, þrætum um hvort Reykjavík sökki eða ekki og förum í svona þúsund hlátursköst auk þess að missa þráðinn um það bil trilljón sinnum. Sönn fjölskyldustund!Næsti þáttur verður eftir jólafrí, við óskum hlustendum gleðilegra jóla með miklu þakklæti fyrir hlustunina á þessu ári - þið eruð best!
-
#JeSuisKendallRoy
-
Þær eru komnar aftur - og þær eru í góðu jafnvægi. Eitthvað extra wholesome þáttur í dag - stelpurnar tóku upp þátt eftir að síðasti þáttur hvarf út í himingeima, þeim líður vel og eru uppfullar af bjartsýni þrátt fyrir að lýðræðið sé blekking - semsagt já, við ræðum nýja ríkisstjórn, þakkargjörðarbæn Kanye West, jólin(edgy) og hvað okkur langar í jólagjöf frá vinnustaðnum okkar (sumsé ykkur - spoiler: Lóu finnst Sölku vanta flotta úlpu).
-
Uppistandið, mömmu-retreatið, ný sería af Morning Show, brúðkaup Paris Hilton, Succession (og sú óumdeilanlega staðreynd að Tom er aðalpersónan), Fortuna Invest og tími andhetjunnar. Stelpurnar eru solo í þætti vikunnar og living.
-
Það er tímabær og strategískur fundur með Heklu Elísabetu í þættinum að þessu sinni, enda eru stelpurnar að fara að sýna uppistand á laugardaginn og hafa því aldrei hugsað færri fyndnar hugsanir - kvíði og athyglisbrestur eru nefnilega æði!
Hekla er ekki aðeins uppistandari og handritshöfundur allra þátta sem Laddi leikur í þessa dagana, heldur líka pólitískt ljón sem vill að ungt fólk láti sig málin varða - hvað sem það nú þýðir. Stelpurnar ræða hvort Pete Davidson sé daddy, hvort Covid sé þjáning(SORRY að við séum að tala um veiruna skæðu at all), Hekla og Lóa gagnrýna danssýninguna Neind Thing sem Salka performaði í á dögunum - og auðvitað greinum við líka Umræðuna á samfélagsmiðlum.
Allavega, komið á uppistandið okkar ef ykkur finnst við einhvers virði! Miðar á tix ;)
-
Í veipskýi í Egilsstofu á Útvarpi 101 ræddu Salka og Lóa við reyndan podcastara, Skoðanabróðir, ábyrgðarking og dyggan hlustanda Athyglisbrests, Bergþór Másson. Kveiksþátturinn með Þóri Sæm, Leynilöggan og samskipti kynjanna. Geta karlmenn elskað konur eins og þeir elska karlmenn? Vita perrar að þeir eru perrar?
-
Magnaður morð-þáttur þessa vikuna elskurnar, enda er gestur þáttarins hin stórskemmtilega Viktoría Blöndal - rithöfundur, listakona, þriggja barna teen mom og ein af fáum manneskjum í heiminum sem les ennþá bækur.
Við förum um víðan völl með Viktoríu en snertum meðal annars á hvort það sé athyglissýki að breyta föðurnafninu sínu, hvernig það gerðist að Salka átti miða á 10 ára afmæli FM95blö gegn vilja sínum og líka fullt af BÓKUM og LEIKHÚSI þannig að spennið beltin - stelpurnar eru hugsandi manneskjur þessa viku!
--
Takk fyrir að hlusta bestu, við minnum á að ef þið gerist patrons fáiði þáttinn fyrr en allir aðrir, getið fengið aukaþætti og allskonar annað sniðugt:
https://www.patreon.com/athyglisbrestur -
Í þessum þætti eru að þessu sinni einungis salka og lóa mættar í hljóðverið. Þær ræða nýja seríu Succession stuttlega, Netflix þættina Maid, innkomu Sigurðar nokkurs á Twitter og börnin sem eru engin mörk sett í símanotkun sinni. Við eigum kannski í ofbeldissambandi við síma en viljum við að börnin okkar séu það líka?
Takk fyrir góðar viðtökur við seinasta þætti. Elskum ykkur. Það er alltaf gaman að tala um djammið.
-
Við ræðum við vinkonu, grafískan hönnuð, listakonu, tvíbura, móður, eiginkonu, hlustanda podsins... hina eldkláru, Helgu Dögg Ólafsdóttur. Það eru öll mest djúsi umræðuefnin á borðinu að þessu sinni... djammið, aldur, Covid, að vilja vera séð og þráð, að vera á lausu? Að vera elstu konurnar á klúbbnum. Einlægt samtal og í raun eldfimur þáttur, þar sem við förum yfir mörk Lóu, mörk Sölku og sennilega mörkin hennar Helgu, en fyrst og fremst yfir mörk föður Sölku, Þórarins, sem ætti aldrei að fá að hlusta á þetta podcast og við vonum að hann verði við þeirri ósk okkar, að hlusta aldrei.
-
Facebook miðlarnir lágu niðri í upphafi vikunnar, sem var eins og að fara í frí. Stelpurnar fjalla um Facebook uppljóstrarann, nýjustu seríu Sex Education og Netflix seríunna The Chair. Við þurfum að byrja aftur að shame-a en bara ekki á þann hátt og er gert núna, þetta er flókið samt þú verður að hlusta til að skilja. Þú verður að hlusta á allann þáttinn í gegn. Lóa var andvaka eftir þáttinn því henni fannst hljóma eins og hún væri að gefa í skyn að Reddit og 4chan væru kúl hliðar internetsins, henni finnst það ekki, en það kom þannig út. Vonandi .... jafnar fólk sig á því, þó að Lóa hafi ekki gert það.
-
Það er kominn tími á crossover episode!
Það er einhleypur, einmana og eirðarlaus athyglisbrestur því þau Steiney Skúladóttir og Pálmi Freyr Hauksson eru gestir stelpnanna að þessu sinni. Steiney og Pálmi eru bæði grínistar á öllum sviðum sem hægt er: Sketsum, spuna og dýfa jafnvel tánni í uppistand, auk þess að halda úti hlaðvarpinu Einhleyp, einmana og eirðarlaus.
Í þættinum drógum við upp úr þeim geggjaðar deitsögur sem involva furðulega mikið af blóði og sársauka, auk þess sem Steiney leikur fyrir okkur hvernig henni tókst að fara af leiðinlegu deiti eftir að aðeins 10 mínútur voru liðnar af því. Auk þess ræðum við geðheilsu þegar maður er 21 árs, hvernig maður dílar við það þegar dicks úr menntaskóla eru allt í einu í framboði og hvort pick me stelpur séu ekki bara mennskar? -
Að þessu sinni er feðraveldið sjálft, Þórarinn Leifsson, gestur þáttarins, enda kominn tími til að Lóa og Salka heyri loksins skoðanir alvöru miðaldra íslensks karlmanns - „Nothing about us without us“ og allt það. Þórarinn, eða Tóti Nei eins og hann var kallaður á unglingsárunum er pabbi Sölku og rithöfundur, en í þættinum ræðum við nýútkomna bók hans Út að drepa túrista, léttar alhæfingar um þjóðir, hvað kosningabarátta er leiðinleg og af hverju karlmenn á miðjum aldri deita yngri konur eftir tuttugu ára hjónabönd.
-
Hvað finnst okkur að íslenskum feministum í dag? Hvers vegna er Salka hætt að horfa á Love Island? Hvaða skandal gerði Lóa á Austfjörðum? Af hverju eru mæður okkar í betra formi en við?
Afsakið biðina á nýjum þætti! Við þökkum þolinmæðina og viljum senda sérstaka kveðju til Péturs Marteins. Hér er droppið!
Og droppið er risa stórt. Við fengum til okkar kæran gest sem hefur hlustað mikið á þáttinn. Það er alltaf gaman að fá gesti sem eru hlustendur og vilja ræða ákveðin mál við okkur. Gesturinn er stjarna í kvikmyndaheiminum, Katrín Björgvinsdóttir. Hún er nýútskrifuð úr virtu kvikmyndanámi í Den Danske Filmskole og er að skrifa handrit að sínum eigin sjónvarpsþætti fyrir TV2. Við ræddum við hana um þáttinn hennar, konur í uppistandi og konur sem vilja vera meira en bara konur. Lóa stingur upp á því að við förum aftur að segja problematic brandara, Salka tekur það ekki í mál og Katrín verður eins og brúðumeistari þáttarins.
-
Stelpurnar ræða StÓrU mÁLiN í þessum þætti: Kosningar 2021 nálgast hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Hér kemur þekking stelpnanna á sviðslistum sterk inn enda eru þær sammála um að kosningabarátta er ekki annað er leikrit og að formenn flokkanna myndu sóma sér betur á leiksviði en í pólitík(Nema Glúmur, hann ætti kannski bara að halda sig heima).
Skiptir stefnuskrá flokks meira máli en að fólkið í flokknum séu góðar og ábyrgar manneskjur? Er vinstrið enn og aftur í ruglinu? Ætti Sölku að vera eitthvað annað en drull um kosningaloforð Samfylkingarinnar um fullar barnabætur? Eru Miðflokkurinn, Flokkur Fólks og Sósíalistaflokkurinn same flokkur different take? Er knésetning kapítalismans bara fjarlægur og barnalegur draumur? Ættu stelpurnar kannski bara að segja fokkitt og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Eða er kannski bara málið að sleppa því að kjósa eins og elsku Lóan okkar tradpilled femcel er að pæla í?
Einnig á dagskrá er nýjasta plata Kanye West: Donda. Lóa ræðir plötuna af sömu ástríðu og Salka talaði um Love Island um daginn og stelpurnar velta fyrir sér hvert hlutverk listamannsins sé í nútímasamfélagi, hvaða þýðingu stuðandi gjörningar West hafa á umræðuna og hvaða hópur það sé sem vilji hvað mest sjá þennan umdeilda en risastóra listamann stíga feilspor.
- Visa fler