Hljómaldan er vettvangur fyrir hlaðvarp af margvíslegum toga, sem Markús Örn Antonsson vinnur til birtingar á ýmsum miðlum. Markús býr að langri reynslu í fjölmiðlun sem ungur blaðamaður og nemi á Morgunblaðinu, fréttamaður við stofnun Sjónvarpsins, ritstjóri tímaritsins Frjáls verslun og útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Þar beitti hann sér m.a. fyrir innkomu RÚV á Internetinu og dreifingu frétta og annars dagskrárefnis um það. Á síðari árum hefur Markús gert vídeómyndir fyrir samfélagsmiðla og tekið saman endurminningar sínar í rafrænu tímaritsformi sem nálgast má á heimasíðu hans, rafrit.com