Avsnitt

  • Vængirnir hófu sig til flugs á ný og við tókum lauflétta yfirferð yfir það helsta sem hefur verið að gerast í okkar ástkæra félagi og þeir Haukur Páll og Óskar Bjarni á línunni. Gerist varla betra.

    Óskar talaði um stemninguna í Val þessa dagana en hann einbeitir sér nú fyrst og fremst að meistaraflokki karla meðan einn af okkar dáðustu sonum Anton Rúnarsson, fer fyrir yngri flokka starfinu. Það stoppaði ekki Anton í að vera á bekknum gegn HC Motor. Óskar fer vel yfir það einvígi og dagskrána í kringum leikinn. Það verður húllumhæ niðu í Val á laugardag og við endurvekjum Evrópukvöldin goðsagnakenndu frá því síðasta vetur.

    Siðan er það Haukur Páll sem er kominn í nýtt hlutverk sem aðstoðarþjálfari Arnars Grétarssonar. Þeir félagar voru nýbúnir að stýra æfingu þegar við slógum á þráðinn. Við fórum yfir þessi kaflaskipti hjá Hauki, nýja starfið og fórum aðeins yfir þessu mögnuðu 13 ár sem hann hefur átt í Val.

  • Í tilefni af lokum tímabilsins hjá karlaliðinu í fótbolta var blásið til uppgjörsþáttar í Vængjum þöndum. Við fengum góðan gest til að fara yfir sumarið. Jóhann Skúli kom einbeittur til leiks beint frá borg Englanna, Los Angeles. Við fórum aðeins yfir leik stelpnanna í í meistaradeildinni í gær áður en tekið var til við viðurkenningar. Hringborðið valdi besta leikmann sumarsins að sínu mati og sá var á línunni. Hlusta þarf til að komast að valinu. Þá var valið fallegasta markið, óvæntasta hetjan, besti leikurinn og fleira og fleira. Í lokin heyrðum við í Patrick okkar Pedersen en þær gleðifréttir bárust fyrir skömmu að hann ætlaði að vera hjá okkur næstu tvö árin. Við stefnum svo á svipað uppgjör kvennamegin í næsta þætti.

  • Saknas det avsnitt?

    Klicka här för att uppdatera flödet manuellt.

  • Stúdíó Borgó tók vel a móti löskuðum Vængjum en Jóhann Alfreð komst ekki vegna anna við upptaka a auglýsingu. En Benni og Breki settust niður og heyrðu hljóðið i okkar dásamlegu þjálfurum, Gústa Jóh og Finn Frey. Ágúst er að fara etja kappi við rúmenska ofurliðið Dunarea en stúlkurnar okkar stoðu vel i hárinu a stjörnupryddu liði. Finnur Frey var svo með sitt lið i generalprufu i leiknum meistarar meistaranna a Sauðárkróki og við hituðum upp fyrir spennandi vetur í körfunni með honum. Einnig fékk Patrik Pedersen sinn sess enda buin að jafna sjálfan Hemma Gunn i mörkum. Þa var farið yfir herrakvöldið sem verður fyrsta föstudag i nóvember.

  • Þvílíkur dagur fyrir þetta dropp! Við hófum okkur til flugs í hádeginu enda nóg um að vera í félaginu nú þegar handboltinn er kominn á fulla ferð. Við hreinlega lágum í símanum í tæpan klukkutíma. Slógum meðal annars á þráðinn til Fanndísar Friðriksdóttur og spurðum hana út í ferðalag stelpnanna til Albaníu, leikina þar og dráttinn á föstudag sem er framundan í Meistaradeild kvenna. Við ræddum líka lokasprettinn í Bestu deild kvenna en þegar við bjölluðum lá ekki fyrir að Fanndís og liðsfélagar færu á koddann í kvöld sem Íslandsmeistarar. Til hamingju stelpur, Pétur, Matti og þið öll!

    Breki og Benni gáfu skýrslu um leik Vals og FH í handboltanum á mánudagskvöld og við slógum í kjölfarið til Björgvins Páls, markmanns og nýs aðstoðarþjálfara og hleruðum hann um tímabilið framundan og Evrópuverkefnið Í Litháen um komandi helgi en menn ætla langt í þeirri keppni.

    Eins og fram hefur komið á þessum vettvangi eiga tæknimál og Vængjum þöndum ekki alltaf saman. Því miður var seinni hluti viðtalsin við Bjögga á vitlausri rás en við treystum á að fá kappann aftur til okkar í spjall sem fyrst.

    Og svo er það karlaboltinn. Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst um helgina og Arnar Grétarsson, þjálfari var á línunni. Við fórum aðeins yfir sumarið hjá Val, framhaldið í haust og áfram og spurðum út í framtíð Birkis Más.

  • Eftir sumarleyfi, tæknivesen og golfbakteríu mættum við vængstífðir og uppveðraðir á fjalir Borgarholtsskóla eða President Borgó eins og hann hefur verið kallaður. Nýtt stúdíó og ný hljóðmynd kynnt til leiks! Og það var heldur betur margt að ræða! Meðal annars var hringt í Elísu Viðars en stelpurnar okkar i fótboltanum eru að fara til Albaniu a mánudag i Evrópukeppnina og þá heyrðum i Valsara vikunnar sem ætlar að endurvekja golfmót Vals núna í september. Við ræddum körfubolta, fyrirkomulagið á sýningarréttinum í handboltanum, 40 ára afmælishátíð Herrakvölds Vals og hvernig eigi að panta sér Hlölla í Öskjuhlíðinni. Allt þetta rúllaði a rúmum 40 mínútum en tók samt marga klukkutíma i framleiðslu enda eiga Vængirnir og tæknimál ekki alveg skap saman. Við þökkum Leifi Benediktssyni fyrir hvatninguna og stefnum á að að taka upp fleiri þætti sem fyrst.

  • Afmæli félagsins okkar í dag og það eru margar gjafirnar sem má gleðjast yfir þessa dagana. Af því tilefni fengum við einn okkar dáðasta son í spjall, Birkir Már settist i Toggastofu til að fara yfir hlutina og það var af nógu af taka. Maí er kannski okkar skemmtilegasti mánuður þar sem barist er á nánast öllum vígstöðvum og Birkir og fjölskyldan daglegir gestir í Valsheimilinu. Birkir átti stórleik á dögunum gegn KR-ingunum og lagði upp þrjú mörk. Við fórum yfir leikinn sem hann segir jafnvel komast á topp fimm listann yfir bestu leiki sem hann hefur tekið þátt í. Og þar er af nógu að taka. Við ræddum líka úrslitaeinvígið í körfunni sem er við suðupunkt en Birkir hefur ekki látið sig vanta á þá leiki. Við erum orðnir feykispenntir fyrir leiknum á morgun og upphitun í Fjósinu frá væntanlega miðjum degi. Við ræddum líka úrslitaeinvígið framundan við ÍBV í kvennahandbolta og og okkar nýjustu Íslandsmeistarara í körfu kvenna. Við sögu kemur líka háskólanám í sænsku og Tik-Tok vídjó, svo já, það var farið vítt yfir um það bil 40 mínútum. Hlökkum til morgundagsins og að sjá ykkur í næstu stríðum!

  • Arnór Ben, einn harðasti stuðningsmaður Vals settist niður með Vængjunum að loknum leik Vals og Stjörnunnar í Origo í úrslitakeppninni í körfu karla. Við höfðum nauman tíma áður en húsinu var lokað en ræddum stórsýningu Kára Jónssonar í leiknum, stöðuna í einvíginu við Stjörnuna og Hauka kvennamegin í körfunni og mögulegan þríhöfða hjá okkur Völsurum á sunnudaginn næstkomandi þegar Valur spilar meðal annars við Blika í Bestu deild karla. Þá gerðum við upp leikinn við ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildar karla en Arnór er einn þeirra sem heldur úti Fasteignafélaginu á FB sem skilar skýrslum um leikina í Bestu. Njótið hér.

    Eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

  • Við settumst niður í Toggastofu í dag og reyndum að fara yfir allt það helsta sem snýr að okkar ástkæra félagi þessa dagana og þar er að nógu af taka!
    Líkt og flestir hafa áttað sig á þá er marsmánuður senn á enda sem þýðir yfirvinna á Valsara og útsjónarsemi með dagatalið. Við fórum aðeins yfir bikarúrslit kvenna í handbolta nú um helgina, undanúrslitin í Lengjubikarnum, og stöðuna hjá meistarflokkunum í körfunni nú þegar stutt er í úrslitakeppnina. Og svo er það morgundagurinn! Framundan er sannkallað stríð gegn þýska stórliðinu Göppingen hjá strákunum í handboltanum og ljóst að Evrópuhöllin okkar mun skartasta sínu fegursta annað kvöld. Þetta verður geggjað! Óskari Bjarna fékk sérstakar hamingjuóskir með stórafmælið á dögununum og í seinni hluta þáttar kom svo Arnar Grétarsson í heimsókn. Það er alltaf gaman að hlusta á Arnar. Strákarnir hans unnu Víking í vikunni og eru að fara til Tene að tana og æfa en nú er komið að lokahnykknum á undirbúningstímabilinu fyrir alvöruna sem hefst 10. apríl Þeir stefna hátt – eins og alltaf. Sjáumst hress á morgun á Evrópukvöldi með gleðina að vopni!

  • Hér er dottinn inn sérstakur upphitunarþáttur fyrir stórleikinn í Evrópudeildinni í handknattleik annað kvöld þegar Valsmenn mæta franska liðinu Pauc. Af þessu tilefni var farið á sérstakan Evrópurúnt í hlaðvarpinu Vængjum þöndum. Við byrjuðum í Skipholtinu hjá Sigfúsi Sigurðssyni en hann afgreiddi af miklum móð fiskibollur í tilefni dagsins. Fúsi hefur að sjálfsögðu ekki látið sig vanta á leikina í vetur og hann ræddi við okkur um hans tilfinningu fyrir liðinu og leiknum á morgun. Þaðan var brunað á Hlíðarenda þar sem æfing liðsins var að klárast og verið að stilla upp í blaðamannafund fyrir leik morgundagsins. Það var margt góðra manna á svæðinu. Gaupi kom í stutt spjall sem lofaði að hann myndi gefa allt í þetta í stúkunni annað kvöld og í lokin náðum við í skottið á Degi Sigurðssyni, fórum yfir m.a. yfir Evrópuleikina í vetur, umgjörðina, möguleikana á morgun og hvernig keppnin getur lyft íslenskum handbolta. Nú er að hafa hraðar hendur að tryggja sér miða enda stefnir í hörku mætingu enda fátt skemmtilegra en Evrópukvöld á Hlíðarenda.

  • Olís deildin í handbolta er farin að rúlla af stað á nýjan leik eftir HM-hléið. Við fengum Björgvin Pál í smá heimsókn í Toggastofu og fórum yfir vertíðina framundan í handboltanum. Við ræddum aðeins heimsmeistaramótið sem er að baki, Evrópuleikina næstu vikurnar þar sem allt verður undir og taktinn að spila tvo leiki á viku í deild og Evrópu. Valsliðið er þessa stundina á ferðalagi til Flensburg þar sem er framundan spennandi verkefni gegn einu besta liði Þýskalands. Við fórum svo líka stuttlega yfir stöðu handboltans almennt með Bjögga. Njótið!

  • Arnar Grétarsson, þjálfari okkar í fótboltanum, settist í Toggastofu eftir matarbita í Fjósinu. Trúlega hefði þetta geta verið fimm tíma spjall enda ekkert eðlilega gaman að tala um fótbolta við Arnar. Hann er hafsjór af fróðleik og metnaðurinn hreinlega lekur af honum. Hann vill gera allt til að vinna. Og hér er klukkutímaspjall um hvernig við förum upp í hæstu hæðir á ný. Leiðin þangað er grýtt en Arnar hefur skýra sýn um það hvernig hann vill gera hlutina.
    Jóhann Alfreð forfallaðist á síðustu stundu vegna Gettu Betur sem hefst innan tíðar en við Breki mættum í Toggastofu til að fara yfir hlutina með Arnari sem gerði fjögurra ára samning í nóvember. Við þökkum vinnuveitendum okkar kærlega fyrir skilninginn á sérverkefnum fyrir Val.
    Arnar er margreyndur landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, lék með liðum eins og Glasgow Rangers, AEK Athens, KSC Lokeren og á 72 leiki með A landsliði Íslands. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk tók Arnar við sem tæknilegur ráðgjafi hjá AEK Athens í Grikklandi og síðar sem yfirmaður knattspyrnumála hjá ClubBrugge í Belgíu. Þjálfaraferill Arnars hófst hjá Breiðablik og síðar tók hann við liði Roeselari í Belgíu áður en hann tók við stjórnartaumum hjá KA. Við Vængjamenn erum spenntir fyrir komandi tímum með Arnar í brúnni og vonum að þið séuð það líka.
    Í seinni hlutanum fórum við örstutt yfir komandi bikarviku í körfuboltanum, okkar menn í landsliðinu og svo Evrópukeppnina í handboltanum þar sem verður spilað alla þriðjudaga í febrúar.

  • Áramótaþáttur Vængjum þöndum.

    Í Valsblaðinu sem kom út fyrir stuttu síðan mátti finna viðtal sem bræðurnir Dagur og Bjarki Sig tóku við Pavel Ermolinskij í Toggastofu. Spjallið þeirra var tekið upp og birtist nú í hlaðvarpinu í lengri útgáfu. Það er eiginlega næg kynning og engu við það að bæta. Njótið vel og gleðilegt ár kæru Valsmenn. Takk fyrir hlustanir og takk fyrir árið 2022 þar sem sex titlar komu í hús. Heyrumst á nýju ári.

  • Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Meistaraflokks karla, kom í Toggastofu, til að fara yfir þær áskoranir sem eru framundan hjá liðinu. ÍR í kvöld, FTC á þriðjudag á dúknum í Origo í Evrópudeildinni, Grótta á föstudag og loks Benedorm á laugardag. Já, það er nóg framundan og þjálfarinn talaði tæpitungulaust og fór ekki í felur með hversu stórt þetta Evrópuævintýri okkar er. Snorri er einstakur maður og það er gaman að hlusta á hann tala af ástríðu um liðið okkar og félagið. Þetta er góð hlustun. Við eiginlega lofum. Í síðari hlutanum settumst við Vængjamenn niður og rúlluðum vítt yfir sviðið. Ræddum meðal annars lokasprettinn í Bestu deild karla og þjálfaraskiptin framundan. Góða helgi kæru Valsarar. Og sjáumst svo öll þriðjudag. Hvað það verður gaman!

  • Það var rífandi stuð i Toggastofu þegar einn af okkar bestu félagsmönnum Björgvin Páll Gústavsson fékk sér sæti, nýkominn af sófadögum Húsgagnarhallarinnar. Bjöggi hefur komið eins og stormsveipur inn i félagið okkar og Valssporið er ein af hugmyndunum sem hann hefur verið að útfæra þar. Hann fór yfir mjög spennandi vetur sem er framundan í handboltanum og stemmninguna fyrir ævintýrinu sem er handan við hornið út um alla álfuna í Evrópudeildinni i handbolta og uppganginn í íslenskum handbolta. Rétt áður en Björgvin leit við var litið yfir leiki Vals og Breiðablik í karlaboltanum og í fræknum bikarúrslitaleik kvenna.

  • Stórleikur framundan á laugardag. Gestir hlaðvarpsins voru þær Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Þær fóru yfir komandi bikarúrslitaleik og rúlluðu yfir ævintýrið í Slóveníu. Örnu leið ekkert sérstaklega vel í öllum hitanum eins og hún segir frá og Elísa gaf matnum á heilsuhótelinu sem þær gistu á ágætis meðmæli en var ekki alveg klár í að gefa honum alveg fimm stjörnur. Framundan er ekkert smá skemmtilegur tími fyrir stelpurnar okkar enda stórleikir á hverju strái. Það er ekkert minna en skyldumæting í dalinn á laugardag. Eftir stuttar auglýsingar rúlluðum við aðeins yfir leikinn hjá strákunum gegn Víkingum ásamt hefðbundnu bulli. Vængirnir eru á öllum hlaðvarpsveitum og einnig hér.

  • Vængirnir flugu af stað að nýju eftir sumarfrí og settust í Toggastofu eftir dásamlegan 2:0 sigur á Fimleikafélaginu. Við fórum um víðan völl, lentum í batterísveseni og öðrum skakkaföllum en héldum okkar sjó og bulluðum okkur í gegnum allskonar. Birkir Már kom í Toggastofu og fór yfir tímann sinn hjá Hammarby en tveir áhorfendur vöktu athygli Vængjanna, klædd í grænt og öskruðu Áfram Valur. Þau voru kominn til að sjá sína menn, Birki, Aron og Arnór. Framundan er skemmtilegur tími. Strákarnir í fótboltanum eru komnir á beinu brautina, stelpurnar að fara í meistaradeildina og handboltinn og karfan bíða handan hornsins. Það er dásamlegt að vera Valsari. Vængjum þöndum er á öllum hlaðvarpsveitum en einnig má hlusta á þáttinn hér.

  • Jói Skúli settist í Toggastofu og valdi besta lið erlendra leikmanna í Val. Patrick Pedersen var að sjálfsögðu sjálfkjörin en Jói ákvað að hafa liðið frá svona 1997 til dagsins í dag.

    Jói er hafsjór af fróðleik og Podcast hans Draumaliðið er ekkert minna en stórkostleg heimild um horfna tíma. Nýr þáttur kom einmitt út í dag um Sumarið 2013.

    Hann fór um víðan völl og rifjaði upp marga gamla og misgóða erlenda leikmenn sem hafa komið og klætt sig í rauðu treyjuna. Þá rifjuðum við upp Blikaleikinn og fórum yfir Leiknisleikinn.

    Þetta var rétt rúmur klukkutími sem rann hratt og örugglega. Vonandi njóti þið eins og við Jóhann Alfreð gerðum.

    Vængjum Þöndum er í boði SEssion Craft bar, Portsins þar sem Valsfólk eru ávallt velkomnir, Bláa Lónsins, Kjúklingastaðsins í Suðurveri og allskonar Valsfyrirtækja og má finna á öllum helstu veitum en einnig má hlusta hér.

  • „Ég er harðasti stuðningsmaður handboltaliðs Vals“
    Það hefur vart farið brosið af íslandsmeisturunum og skrifstofufélögunum Snorri Steini og Finni Frey sem kíktu til okkar í Toggastofu og fóru yfir titlana í handboltanum og körfuboltanum. Þetta er sérstök hátíðar útgáfa af Vængjunum enda fjögur ár síðan fyrsti þáttur fór í loftið og er boðið upp á sérstaklega gott hljóð að þessu sinni. Finnur vill meina að handboltaliðið okkar sé besta íþróttalið landsins og Snorri hefur óbilandi trú á sér sem skotmaður í körfubolta enda trúir hann því alltaf að næsta skot fari niður. „Helsti kostur hvers skotmanns,“ segir Finnur.
    Stoltastur er Snorri af því að hafa þraukað þetta langa og stranga tímabil en hann er strax farinn að huga að næsta tímabili. Ljóst er að við missum þrjá leikmenn hið minnsta en Snorri vill ná lengra í Evrópukeppninni. Finnur segir íslandsmeistaratitilinn í ár hafa verið nokkuð óvæntan og skemmtilegast hafi verið að sjá hversu glaðir allir í kringum félagið voru þegar titillinn var í húsi. Það er alltaf næsta tímabil og Finnur leggur áherslu á að halda sama mannskap. Hann veit ekki enn hvort Pavel Ermolinskij verði á parketinu næsta vetur en segir alltaf pláss fyrir hann í sínu liði. Það er gaman að eiga þessa meistara í okkar félagi og við Vængjamenn, eins athyglissjúkir og við erum, hlustuðum af athygli i hartnær klukkutíma. Vonandi njótið þið líka.

  • Hann hefur vakið verskuldaða athygli í stúkunni alla úrslitakeppnina í körfunni enda í geggjuðu formi. Hinn stórkostlegi Agnar Smári Jónsson leikmaður meistaraflokks karla í handbolti er stuðningsmaður númer eitt og kíkti í Toggastofu til okkar Vængjanna.
    Hann segist hafa tekið sér Birki Má Sævarsson til fyrirmyndar og reyni að mæta á flest alla heimaleiki Vals. Aggi hitar upp fyrir oddaleikinn á morgun og svo auðvitað úrslitaeinvígið gegn ÍBV þar sem stefnan er sett á að verða íslands- og bikarmeistarar tvö ár í röð. Við spáum einnig í einvígið gegn Fram og leikinn gegn Víkingum þar sem mágur Agga, Kristall Máni, verður í banni. Við förum auðvitað líka yfir stóra miðamálið og danska samfélagið í Arnarhlíðinni. Það var stórkostleg skemmtuna að hafa einn af okkar allra bestu sonum í Toggastofu en Vængjum þöndum er komið inn á flestar veitur en einnig er hægt að hlusta á þáttinn hér.

  • Góðan og gleðilegan kjördag. Trúlega eru einhverjir ennþá að jafna sig eftir fimmtudagskvöldið. Þvílíkur rússibani af tilfinningum. Fyrst hjá stelpunum í handbolta og svo í körfunni hjá drengjunum okkar. Maí er dásamlegur tími til að halda með Val. Svo einfalt er það.
    Við í Vængjunum settumst niður með Finn þjálfara í körfunni og fengum hann aðeins til að tala við okkur um leikinn, svefnlausu næturnar og raunverulega MVP í úrslitaeinvíginu en Finnur þakkar konu sinni fyrir að leyfa sér að vera eins og hann verður í þessar sjö vikur sem úrslitakeppnin stendur yfir.

    Það er gaman að setjast niður með Finn. Hann er hafsjór af fróðleik og við erum heppinn að hafa hann í hlýjum Valsfaðmi. Hann hrósar leikmönnum sínum fyrir að koma til baka og segir að þó liðið hafi unnið þurfi liðið að svara á Króknum á sunnudag.

    Við fórum yfir leikina sem voru og verða en þó maí sé hálfnaður er ennþá nóg af leikjum eftir að mæta á.