Avsnitt

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Jón Ormur Halldórsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Jón Ormur hefur að undanförnu birt nokkrar greinar í Kjarnanum þar sem hann hefur fjallað um þá deiglu sem alþjóðamál eru í um þessar mundir. Kína og Indland koma þar við sögu en líka Rússland, Tyrkland og Íran, sem Jón Ormur segir að leiti sér öll meira olnbogarýmis í heiminum. Þýskaland kemur við sögu, Evrópa og Bandaríkin. Í samtalinu við Jón Orm kemur Ísrael einnig við sögu en hlustendur ættu að verða einhvers vísari um samhengi hlutanna í alþjóðamálum samtímans.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur. Bergþóra hefur sent frá sér fjórar bækur, tvær ljóðabækur, textasafn og svo skáldsöguna Svínshöfuð sem kom út árið 2019 og vakti mikla athygli. Fyrir hana hlaut Bergþóra Fjöruverðlaunin árið 2020. Rætt er við Bergþóru um skrif hennar en hún er jafnframt spurð út í bókmenntir á 21. öld, fagurfræði, umfjöllunarefni skáldskaparins, áhrifavalda hennar, lestur og aðra menningarneyslu.

 • Saknas det avsnitt?

  Klicka här för att uppdatera flödet manuellt.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Sverrir Norland, rithöfundur. Sverrir sendi nýlega frá sér bók sem heitir Stríð og kliður en þar tekst hann meðal annars á við það hvers vegna og hvernig hann ætti að skrifa bókmenntir á tímum þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir tröllauknum áskorunum í umhverfis ? og loftslagsmálum, útrýmingu dýrategunda, yfirtöku tækninnar á lífi okkar og samþjöppun auðs á fárra hendur. Rætt er við Sverri um bókina en hann er jafnframt spurður út í bókmenntir á 21. öld, fagurfræði á tímum þegar afþreyingin ræður ríkjum, umfjöllunarefni skáldskaparins, áhrifavalda hans, lestur og aðra menningarneyslu.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur. María Rún er höfundur skýrslu um kynferðislega friðhelgi sem kom út í fyrra og sömuleiðis skrifaði hún frumvarp dómsmálaráðherra sem varð að lögum um kynferðislega friðhelgi í febrúar síðastliðnum. Hún vinnur nú að doktorsritgerð þar sem hún rannsakar áhrif tækniframþróunar á mannréttindaskuldbindingar ríkja, með sérstakri áherslu á mörk friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis. Samhliða doktorsnáminu hefur María sinnt lögfræðilegri ráðgjöf fyrir stjórnvöld, félagasamtök og alþjóðlegar stofnanir um samspil tækni og mannréttinda, bæði hvað varðar réttindi einstaklinga og stöðu lýðræðislegra innviða. Þá hefur hún stundað lögfræðilegar rannsóknir á sviði kynjajafnréttis. Rætt er við Maríu Rún um ýmsar hliðar metoo-bylgjunnar sem gengur nú yfir hér á landi, um mörk af ýmsu tagi sem þar er talað um, um það hvað sé hægt að gera með frekari lagasetningu eða aðgerðum innan kerfisins til þess að bregðast við og um kynferðislega friðhelgi í ljósi aukinnar tækninotkunar, til dæmis á samfélagsmiðlum.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. ,,Það hefur engum liðið svona," sagði gagnrýnandi Kiljunnar um skáldsögu Peters Handke, Hið stutta bréf og hin langa kveðja. Af þessum orðum gagnrýnandans spratt stutt en forvitnileg umræða á Facebook um bókmenntamat, um skáldskap Peters Handke sem meðal annars var kenndur við módernisma, um gildi tilrauna í bókmenntum og listum, um kröfuna um að bókmenntir séu bara ,,fílgúdd dútl", eins og það var kallað, og skort á nennu og áhuga gagnrýnenda á að rýna í hugmyndir höfunda, fagurfræði og beitingu tungumáls. Rætt er við Ástráð um ýmsa hluti sem koma fram í þessari umræðu eða tengjast henni, módernismann, upphaf hans og hugsanlegan endi, tilraunir í bókmenntum, raunsæið og raunsæiskröfuna, strauma og stefnur í bókmenntum á þessari öld og um bókmenntir sem áskorun fyrir lesendur og gagnrýnendur.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Albert Jónsson, sérfræðingur í utanríkismálum og hernaðarmálum og fyrrverandi sendiherra. Albert hefur að undanförnu birt fjórar greinar um utanríkismál Íslands, Ísland og umheiminn næstu 30 ár. Þar fjallar Albert um Ísland í nýrri heimsmynd þar sem mikilvægi Evrópu fer dvínandi og Kína og Asíu-Kyrrahafssvæðið með Bandaríkin hinum megin við hafið verður þungamiðja alþjóðakerfisins. Ísland er í útjaðri þessarar heimsmyndar og raunar einnig í jaðri sinnar eigin heimsálfu, bæði landfræðilega og að vissu leyti pólitískt og efnahagslega. Mikilvægi Norðurslóða fer þó vaxandi í alþjóðakerfinu og sömuleiðis mun þróun loftslagsmála á næstu áratugum hafa mikið um það að segja hvernig Íslendingar haga sinni utanríkisstefnu. Rætt er við Albert um áskoranir og tækifæri Íslands í þessari heimsmynd sem hann dregur upp í greinum sínum.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fimmtíu ár eru liðin frá því að fyrstu handritin voru flutt heim frá Danmörku 21. apríl 1971. Sá atburður var upphaf Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi en nú bendir ýmislegt til þess að Íslendingar ættu jafnvel að kalla eftir því að fá það sem eftir er af handritunum í Danmörku heim til Íslands. Rætt er við Guðrúnu um þessi efni en einnig hvernig gengur að rannsaka handritaarfinn, fornar sögur og kvæði, aukinn alþjóðlegan áhuga á þessum bókmenntaarfi okkar og svo Hús íslenskunnar sem er að rísa vestur á Melum og mun meðal annars hýsa Stofnun Árna Magnússonar.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur hefur um árabil rannsakað smáríki, hvernig þeim farnast best, hver staða þeirra er í alþjóðakerfinu, áhrif þeirra þar, vernd sem þau þurfa eða þurfa ekki að hafa í þessu kerfi og svo mætti áfram telja. Rætt verður við Baldur um þessi efni og velt upp spurningum um Ísland sem smáríki. Er Ísland jafnvel of lítið ríki til þess að geta spjarað sig í alþjóðakerfinu?

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhúss. Tíu ár verða liðin frá því að Harpa var tekin í notkun 13. maí næstkomandi. Fáir myndu andmæla því að Harpa hafi haft mikil áhrif á menningarlíf landsmanna, sérstaklega tónlistarlífið. En húsið hefur þó ekki síður verið í fréttum fyrir erfiðleika í rekstri. Rætt er við Svanhildi um hlutverk Hörpu, rekstur hennar þessi tíu ár sem liðin eru frá því að húsið var tekið í notkun, framtíð hússins, tíu ára afmælið sem er framundan og svo flygil hússins sem er jafngamall því og komst í fréttir fyrir skömmu þegar Víkingur Heiðar Ólafsson benti á að það þyrfti að fara að huga að því að endurnýja hljóðfærið, það væri komið á tíma.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Héðinn Unnsteinsson, höfundur bókarinnar Vertu úlfur sem samnefnd leiksýning sem nú er á fjölunum í Þjóðleikhúsinu er byggð á. Bókin er sjálfsævisöguleg og er frásögn af falli og risi manns sem einu sinni var greindur með geðhvörf. Héðinn hefur verið gagnrýnin á margt í heilbrigðiskerfinu og hefur átt þátt í því að opna umræðuna um geðheilbrigðismál hérlendis. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og hjá alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni en á síðustu árum hefur hann starfað sem stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu. Héðinn hefur með störfum sínum haft áhrif á stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum á undanförnum árum. Rætt er við Héðinn um sögu hans, sýninguna, umræðuna, fordómana, stöðuna í geðheilbrigðismálum í dag, lyfjagjöf og vísindalega þekkingu á vitund okkar og geði.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur. Hildur Fjóla varði doktorsritgerð í fyrra um hugmyndir þolenda kynferðisbrota um réttlæti og hvernig megi mæta betur þeirra réttlætishagsmunum. Hún bar saman málsmeðferð á Íslandi og Norðurlöndum og í ljós kom talsverður munur. Rætt er við Hildi Fjólu um niðurstöður þessarar rannsóknar en tilefni viðtalsins er einnig það að nýlega kærðu níu konur íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Konurnar níu eiga það allar sameiginlegt að hafa kært nauðganir, heimilisofbeldi eða kynferðislega áreitni en öll málin hafa verið látin niður falla eftir rannsókn lögreglu. Við ræðum hvaða þýðingu þessi kæra hefur, af hverju hún kemur til og hverju hún mun hugsanlega skila.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Benedikt sendi nýlega frá sér þýðingu á einni af merkustu skáldsögum fyrri hluta tuttugustu aldar, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge, eftir austurrísk-ungverska rithöfundinn, Rainer Maria Rilke, en bókin kom upphaflega út árið 1910. Þetta var eina skáldsaga Rilkes en í henni lýsir hann glímu söguhetjunnar við stórborgina og glundroða nútímans, grimmilegar æskuminningar og brot úr evrópskri menningarsögu. Ég ætla að ræða við Benedikt um skáldið Rilke, þessa einu skáldsögu hans og tengsl hennar við framúrstefnu og módernisma á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar en í inngangi ritsins varpar Benedikt afar forvitnilegu ljósi á strauma og stefnur í bókmenntum í upphafi aldarinnar. Að lokum er rætt um áhrif Rilkes og Minnisblaða Maltes Laurids Brigge á bókmenntir sem fylgdu í kjölfarið.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sérfræðingur í byggingarsögu. Síðastliðið haust sendi Pétur frá sér mikið rit um Guðjón Samúelsson sem var húsameistari ríkisins á fyrri hluta síðustu aldar og áhrifamesti og afkastamesti arkitekt sem Ísland hefur alið. Í bók sinni rekur Pétur ævi og einkum störf Guðjóns sem eins og flestir vita teiknaði margar af helstu byggingum Reykjavíkur og kennileiti bæja og byggðarlaga víða um landið. Rætt er við Pétur um þennan merka mann sem hafði líklega meiri áhrif á það hvernig Íslendingar skynja sjálfa sig og umhverfi sitt en flestir aðrir.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla íslands. Kristín sendi nýlega frá sér bók um kynþáttafordóma þar sem meðal annars er sýnt hvernig kynþáttahugmyndir hafa birst í íslenskri umræðu í ýmsum myndum, bæði í fortíð og samtíma. Rætt er við Kristínu um þessi efni en í lok þáttar verður stuttlega vikið að annarri bók Kristínar sem kom út fyrir tveimur árum og fjallar um hrunið og eftirmála þess þegar Íslendingar markaðssettu landið sem framandi ferðamannaland í útjaðri Evrópu.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Einar Kárason, rithöfundur, sem sendi nýlega frá sér bókina Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Rætt er við Einar um bókina, ritun hennar og viðbrögðin við henni, viðfangsefnið, karakterana sem koma við sögu og sagnamennsku hans sem löngum hefur litast af áhuga hans á fólki, ekki síst sögulegum persónum.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur. Fyrir rúmri viku var skotið úr riffli á bíl borgarstjórans í Reykjavík, Dags B. Eggertssonar. Stuttu áður hafði verið hleypt af riffli á húsnæði Samfylkingarinnar í borginni og reyndar hefur verið skotið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka. Spurningar vakna um það hvort hatursfull orðræða sem fólk upplifir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hafi þessi áhrif. Í stjórnmálasálfræði er fjallað um bæði áhrif sálrænna þátta á stjórnmálahegðun og áhrif stjórnmálakerfa á hugsanir, tilfinningar og hegðun fólks. Rætt er við Huldu um þessa hluti en einnig um til dæmis áhrif hrunsins á íslensk stjórnmál.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Jón Ólafsson, heimspekingur og sérfræðingur í málefnum Rússlands. Mikil mótmæli voru í flestum borgum Rússlands um síðustu helgi þar sem því var andmælt að Alexei Navalny, helsti leiðtogi andstæðinga stjórnar Pútíns forseta, var handtekinn við komu sína til Rússlands. Navalny hefur barist gegn stjórnarháttum Pútíns og spillingu í rússneskum stjórnmálum í um það bil áratug. Honum var byrlað eitur í ágúst síðastliðnum af rússnesku leyniþjónustunni eftir því sem fréttir herma. Navalny sagði í viðtali við spænska blaðið El País af því tilefni að eftir tuttugu ára valdasetu teldi Pútín að hann gæti komist upp með hvað sem er. Rætt er við Jón um rússnesk stjórnmál, Pútín og stjórnarandstöðu Navalnys.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Ásta Kristín Benediktsdóttir, bókmenntafræðingur. Ásta Kristín hefur lokið doktorsprófi í hinsegin bókmenntum og birti í nýjasta hefti Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar, grein um eitt af helstu rannsóknarefnum sínum, Elías Mar, rithöfund. Rætt er við Ástu um hinsegin bókmenntir og hinsegin fræði, Elías Mar, skáldsögur hans og merkilegt safn einkaheimilda hans sem varpa ljósi á sögu samkynhneigðra hér á landi um miðja tuttugustu öldina, Vefarinn mikli eftir Halldór Laxness kemur við sögu sem hinsegin bókmenntir og við ræðum um þátt hinsegin menningar í tilkomu nútímans á Íslandi.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, en hann sendi nýlega frá sér bók sem vakið hefur athygli en í henni segir hann einkum sögur af ýmsu því fólki sem hann hefur starfað með eða átt í samskiptum við í gegnum árin. Við sögu koma margir af helstu þjóðarleiðtogum, stjórnmálamönnum og athafnamönnum heims frá síðustu fjörutíu árum, einkum frá Bandaríkjunum, Kína og Indlandi. Í bókinni lýsir Ólafur Ragnar reynslu sinni af því að vinna að kjarnorkuafvopnun heimsins með alþjóðlegum þingmannasamtökum á níunda og tíunda áratugnum sem náðu merkilegum árangri en þessi vinna á alþjóðlegu sviði stjórnmála varð Ólafi mikilvægur undirbúningur fyrir forsetaembættið. Sömuleiðis segir Ólafur frá vinnu sinni að umhverfismálum, þar á meðal málefnum norðurslóða, sem staðið hefur allt frá því í byrjun aldar og hefur á síðustu árum að stórum hluta farið fram á vettvangi sem hann hefur skapað sjálfur með ráðstefnuhaldi á vegum Arctic Circle. Bókin heitir Sögur handa Kára en þar er vísað í Kára Stefánsson sem hvatti Ólaf til að skrifa niður þessar sögur af samskiptum sínum við ráðafólk í hinum ýmsu löndum heims, nær og fjær. Í bókinni birtist ákaflega forvitnileg mynd af þessum fyrrverandi forseta Íslands, víðáttumiklu tengslaneti hans á alþjóðlega sviðinu, verkefnum sem hann hefur komið að á því sviði sem hann sjálfur hefur ekki haft hátt um hér á landi og sýn hans á alþjóðasamskipti, bæði mikilvægi þeirra sem slíkra og aðferðirnar sem hann hefur notað til þess að ná árangri.

 • Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Svali Björgvinsson, sálfræðingur og einn helsti sérfræðingur landsins í körfubolta. Rætt er við Svala um mikinn uppgang í körfubolta hér á landi og ástæður þess mikla árangurs sem náðst hefur á stuttum tíma en landsliðið í körfuknattleik karla hefur komist á tvö stórmót á allra síðustu árum. Einnig er rætt um það hvers vegna NBA reynist sá þröskuldur sem raun ber vitni fyrir íslenska og reyndar aðra evrópska körfuboltamenn og að lokum kemur við sögu mesta stjarna þeirrar deildar, Michael Jordan, en á síðasta ári voru sýndir áhrifamiklir og að vissu leyti afhjúpandi þættir um feril hans á Netflix.