Avsnitt

  • Í þessum síðasta þætti fyrir sumarfrí ræðir Harpa við Ingibjörgu Reynis, sem er ein af reynslumestu sérfræðingum landsins á sviði sölu- og þjónustu. Hún hefur komið inn í fjölmörg fyrirtæki til að þjálfa fólk í að veita góða framlínuþjónustu og góða þjónustusvörun.

    Það að búa til jákvæða upplifun viðskiptavina er það sem Ingibjörg brennur fyrir. Í þættinum ræðir hún og gefur góð ráð um hvernig fyrirtæki geta endurhugsað þjónustu sína og veitt betri þjónustu.Ef skapað er tilgangsríkt starfsumhverfi þar sem horft er til styrkleika fólks og því veitt jákvæð athygli og jákvæður stuðningur í að veita betri þjónustu, þá geta fyrirtæki náð að búa til meira traust og betri ímynd. Góð þjónusta býr til jákvæða upplifun fyrir viðskiptavini og fyrir starfsmenn og styður við vöxt fyrirtækisins.

    Við þökkum Ingibjörgu fyrir gott spjall.

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    -Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla

    - Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial

    - Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...

    -Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Jóhann, eða Jói eins og hann kallar sig, stofnaði fyrirtæki sitt PLAIO árið 2021. PLAIO fékk væna fjármögnun í árslok 2021 og hefur nú tryggt sér fjármagn til að hægt sé að halda áfram með hugmyndina og byggja upp öflugt fyrirtæki. Hann lýsir þeirri vegferð sem hann hefur upplifað frá því hann fór af stað með hugmynd sína og gefur góð ráð varðandi hvernig er gott að komast áfram með góða hugmynd. Hann talar um mikilvægi teymisins og mikilvægi góðrar kynningar á hugmyndinni. Hann er talsmaður þess að fara út fyrir þægindarammann til að ná árangri í lífinu. Ef maður er stöðugt inni í þægindarammanum takmarkar maður möguleika sína.

    Takk Jói fyrir mjög áhugavert spjall um vegferð nýsköpunarfyrirtækisins PLAIO.

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

  • Saknas det avsnitt?

    Klicka här för att uppdatera flödet manuellt.

  • Matti Ósvald er gestur Hörpu í þessum 16. þætti Hoobla PodCastsins. Hann hefur um áratugaskeið nýtt aðferðir heildrænna heilsufræða og markþjálfunar til að styðja við fólk á öllum stigum samfélagsins. Hann vinnur með einstaklingum og stjórnendum fyrirtækja. Hann vinnur með íþróttafélögum og heldur fyrirlestra auk þess sem hann hefur unnið um árabil með Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Viðtalið er einlægt og Matti deilir með okkur þeirri sýn sem hann hefur á lífið og tilveruna.

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

  • Í þessum 15. þætti Hoobla PodCastsins ræðir Harpa við Agnar Kofoed-Hansen.

    Agnar hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu, hefur komið að rekstri fjölbreyttra fyrirtækja, setið í stjórnum og veitt stjórnendaráðgjöf. Agnar hafði meðal annars frumkvæði að stofnun fyrirtækjanna Greiðslumats, Upplýsingaþjónustunnar og fyrsta faktoring fyrirtækisins á Íslandi. Hann er frumkvöðull af lífi og sál.

    Í dag situr hann í stjórnum tveggja sprotafyrirtækja, styrktarsjóði og lífeyrissjóði. Í þessum þætti segir hann okkur aðeins frá sinni reynslu, talar um vegferð sprotafyrirtækja, hvernig dauðadalurinn getur gert út af við sprotafyrirtæki og gefur ýmis góð ráð. Agnar talar um mikilvægi góðra fyrirmynda, við þurfum ekki að vera með minnimáttarkennd, fólk er bara fólk, verum hugrökk og ánægð með það sem við höfum. Gerum okkar besta! Höldum áfram og gefumst ekki upp!

    Takk fyrir gott spjall Agnar!

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    -Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla

    - Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial

    - Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...

    -Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Í þessum 14. þætti Hoobla PodCastsins ræðir Harpa við Kolbrúnu um hvernig það er að takast á við atvinnumissi, byrja að gigga sem sjálfstætt starfandi mannauðssérfræðingur, markþjálfunarnámið, markmiðasetningu og margt margt fleira. Kolbrún hefur tekist á við ýmsar áskoranir, eins og við öll. Hún deilir með okkur hversu miklu máli jákvætt viðhorf og húmor skipta í lífi og starfi. Covid hafði þau áhrif á atvinnurekstur Bláa Lónsins að hún missti starf sitt sem fræðslustjóri. Hún lýsir því hvernig það var að stökkva út í djúpu laugina og fara að starfa sjálfstætt í kjölfarið, sem var talsverð áskorun og hún fann klárlega fyrir ótta. En það er allt hægt ef maður er með jákvætt hugarfar og lætur óttann ekki stoppa sig.

    Í þessu viðtali fáum við að kynnast Kolbrúnu og hennar reynslu!

    Takk fyrir virkilega fróðlegt og einlægt viðtal Kolla.

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    -Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla

    - Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial

    - Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...

    -Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Silla Páls er ljósmyndari sem tekur allar gerðir ljósmynda.

    Hún segir sjálf að hún sé svo þakklát fyrir að fá að vera með fólki á mikilvægum augnablikum í lífi þess. Það er einstakt að fá að fanga mikilvæg augnablik í lífi fólks og deila tilfinningum þeirra á því augnabliki. Það er kannski ekki síst því að þakka því að hún er næm fyrir persónuleika fólks, nær að fá fólk til að slappa af og þannig nær hún því besta fram í fólki og það sést á myndunum.

    Silla hefur gert ýmislegt um ævina, verið á sjó, keyrt gröfu o.fl., en ljósmyndun er hennar ástríða. Hún er ljósmyndari af lífi og sál!

    Í þessu viðtali fáum við að kynnast Sillu og hennar reynslu! Takk fyrir gott spjall Silla.

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    -Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla

    - Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial

    - Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...

    -Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Jón Kristinn Ragnarsson er gestur þáttarins og ræðir við okkur um upplýsingaöryggi og áhættustjórnun. Nú um þessar mundir heyrum við með stuttu millibili að netárásir hafi verið gerðar á fyrirtæki og stofnanir, okkur finnst við vera berskjölduð og þeir aðilar sem gera þessar árásir virðast komast í gegnum varnir fyrirtækja sem við myndum telja að væru með belti og axlabönd þegar kemur að því að gæta gagnaöryggis.

    Eru gögnin okkar örugg? Og hvað geta fyrirtæki gert til að tryggja öryggið? Eða er það yfir höfuð hægt?

    Jón Kristinn svarar þessu og mörgu öðru í fróðlegu viðtali.

    Hoobla Podcastið er rekið af Hoobla ehf., sem er ráðgjafafyrirtæki þar sem þú getur fundið fjölbreyttan hóp sjálfstætt starfandi sérfræðinga, ráðgjafa, stjórnenda, fyrirlesara, stjórnenda- og markþjálfa o.fl.

    Hoobla er samfélag þar sem einstaklingar og fyrirtæki vinna saman að því að veita góða þjónustu til fyrirtækja og stofnana á Íslandi.

    Hoobla Podcastið er í umsjón Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda Hoobla. Í PodCastinu ræðir Harpa við reynsluríkt fólk á ýsmum sviðum samfélagsins, reynda stjórnendur, fyrirlesara, stjórnenda- og markþjálfa og sérfræðinga sem eiga erindi við okkur öll og við getum lært af! Við hlökkum til að vinna með ykkur!

    Nafnið Hoobla stendur fyrir gleði, hamingju, kæti og síðast en ekki síst…. HÚRRA!!!

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    -Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla

    - Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial

    - Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...

    -Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Harpa Hermannsdóttir er fjármálastjóri að láni og starfar nú í litlu starfshlutfalli í nokkrum fyrirtækjum, sem getur verið einkar heppilegt fyrir smærri fyrirtæki sem þurfa ekki á fjármálastjóra að halda í 100% starfshlutfalli. Þá geta fyrirtæki fengið fjármálastjóra að láni til að hafa fjármálastjórnunina faglega og til að hafa betri yfirsýn yfir fjármálin.

    Harpa hefur mikla reynslu, starfaði hjá Kaupþing banka fyrir hrun og í skilanefnd bankans eftir hrun. Hún starfaði hjá WOW Air og í þrotabúi WOW Air, þannig að það er margt sem Harpa hefur upplifað og reynt í sínum störfum í gegnum tíðina.

    Við ræddum þetta allt og hvernig Harpa leiddist út í fjármál. Einnig gaf Harpa okkur góð ráð varðandi fjármálin. Takk fyrir virkilega skemmtilegt og fróðlegt viðtal Harpa!

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    -Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla

    - Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial

    - Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...

    -Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Í þessum nýársþætti heimsótti Harpa Ragnhildi Veigarsdóttur í stúdíó hennar sem hún er með í húsnæði föður síns, Veigars Margeirssonar í Gufunesi. Ragnhildur er lagahöfundur, píanóleikari, söngvari og framleiðandi (producer) hljómsveitarinnar FLOTT. Ragnhildur er einnig höfundur Hoobla-stefsins. Ragnhildur hefur slegið í gegn með hljómsveit sinni, með lögum eins og ,,Mér er drull”, ,,Þegar ég verð 36” og núna síðast Áramótalaginu í samvinnu við Unnstein Manúel með laginu ,,Ef þú hugsar eins og ég”.Það er heiður að hafa fengið svo FLOTTA tónlistarkonu til að semja stefið fyrir Hoobla. Við fáum að kynnast Ragnhildi aðeins, kynnumst því sem hún hefur haft að stafni í tónlistinni, hvernig Hoobla stefið varð til, hvernig gigg lífið er hjá ungum tónlistarmanni og berum það aðeins saman við giggheim ráðgjafa í skemmtilegum aukaþætti í tilefni nýársins. Gleðilegt nýtt ár

    Virkilega gaman að koma í stúdíóið og ræða við Ragnhildi í hljómsveitinni Flott.

    Þáttinn má nálgast á helstu streymisveitum

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    -Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    -Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Í þessum áramótaþætti ræðir Harpa við Helgu Dögg Björgvinsdóttir um markaðsmálin, tæknina sem hefur áhrif á hvernig við hugsum markaðsmálin, hvernig markaðsöflin hafa áhrif á nánast allt sem við gerum og hvað fyrirtæki þurfa að hugsa út í þegar fyrirtæki eru að hefja rekstur og eru að hugsa um markaðssetningu. Við áttum mjög fróðlegt spjall um jafnréttismálin, hvernig staða drengja er innan skólakerfisins, hvernig fyrirmyndir og líkamskömm hefur áhrif á okkur og margt margt fleira.

    Áramótagestur er Sigga Kling, sem kemur með sýn á hverju við getum búist við á nýju ári.

    Gleðilegt nýtt ár!!!

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    -Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Þórhildur Sveinsdóttir er markþjálfi og iðjuþjálfi sem styður fólk til að öðlast kjark og hugrekki til að ná markmiðum sínum. Harpa ræðir við Þórhildi um hvernig fólk öðlast kjark, hvernig er hægt að þjálfa sig í tilfinningagreind og sjálfsmeðvitund. Einnig var rætt hvernig tilfinningin að leiðast hefur áhrif á fólk, hvort þetta sé jákvæð eða neikvæð tilfinning.

    Svo þar sem nú fer að líða að áramótum fórum við aðeins í að ræða markmiðasetningu fyrir nýtt ár, hvort það virki að setja sér slík markmið og hvernig megi gera það á árangursríkan hátt.

    Takk fyrir virkilega einlægt og fróðlegt viðtal Þórhildur.

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

    -Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla

    - Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial

    - Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...

    -Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Harpa ræðir við Ingvar Bjarnason, ráðgjafa á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni. Ingvar ræðir í þessu viðtali um tæknina sem er allt umlykjandi, í símunum og úrunum okkar, á heimilum og allsstaðar sem við komum. Hann hefur starfað innan tæknigeirans í fjöldamörg ár, hefur mikla reynslu úr heimi fjarskipta, stofnaði eigið fjarkiptafyrirtæki og í þessu viðtali fáum við aðeins að skyggnast inn í þennan heim.

    Takk fyrir virkilega fróðlegt viðtal Ingvar.

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

    -Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla

    - Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial

    - Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...

    -Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Harpa ræðir við Teit H. Syen, mannauðsstjóra Heklu og ráðgjafa hjá Ráðgjafi.is. Teitur hefur mikla reynslu sem mannauðsstjóri, hann ræðir á mannlegan hátt um þær áskoranir sem mannauðsfólki mætir, ræðir hvað hefur reynst best og hvernig og í hvaða tilfellum stjórnendur geta nýtt sér ráðgjöf og aðkeypta þjónustu mannauðssérfræðings/stjórnenda í málum sem snúa að mannauðnum. Teitur hefur t.d. aðstoðað fyrirtæki sem þurfa ekki á mannauðsstjóra að halda í fullu starfi við ráðningar, gerð starfslýsinga o.fl. til að stjórnendur sjálfir geti einbeitt sér að daglegum rekstri.

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Freyr Ólafsson, stjórnendaráðgjafi, er gestur þáttarins. Hann og Harpa Magnúsdóttir ræða um helstu verkefni sem hann mætir sem ráðgjafi, hverjar helstu áskoranirnar eru í hans starfi og hvernig starf ráðgjafa er. Hann segir okkur frá sinni rútínu í daglega lífinu, hvernig hann tekur daginn snemma og sleppir samfélagsmiðlum fram yfir klukkan tólf á hádegi. Freyr hefur starfað innan fjölmargra fyrirtækja og stofnana, er stöðugt að skoða hvað hann getur gert til að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu, leggur mikið upp úr að halda fókus í sínum verkefnum og vill hjálpa stjórnendum og sínum viðskiptum að ná góðum árangri og hjálpa þeim að sjá aðstæður í nýju ljósi og bæta og breyta. Takk fyrir mjög fróðlegt spjall Freyr!

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Siggu Kling þarf vart að kynna. Sigga hefur aðgað líf okkar Íslendinga í áraraðir með gleði, húmor og hamingju. Í þessu viðtali Hörpu Magnúsdóttur við Siggu Kling ræða þær m.a. saman um galdurinn á bak við góða þjónustu og hvað felst í orðinu ,,gestrisni", sem er eitthvað sem Sigga brennur fyrir. Sigga er svo sannarlega forstjóri í eigin lífi, elskar að koma fram en elskar ekki jafn mikið að vera í miklu fjölmenni án hlutverks. Við kynnumst hliðum á Siggu Kling sem við höfum ekki séð áður. S

    igga er yndisleg og má segja að hún sé verndari Hoobla PodCastsins. Takk fyrir að vera fyrsti gestur Hoobla PodCastsins elsku Sigga.

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Gestur þáttarins er Íris Sigtryggsdóttir, stjórnenda- og teymisþjálfari sem hjálpar leiðtogum, stjórnendum og teymum að ná árangri í lífi og starfi. Íris hefur reynslu sem stjórnandi bæði hérlendis og erlendis auk þess að hafa síðustu ár stutt við stjórnendur og teymi með stjórnenda- og markþjálfun og fræðslu í starfi sínu sem fræðslustjóri og sem sjálfstætt starfandi stjórnendaþjálfi (Executive Coach).

    Hún hefur margþætta reynslu, lifir lífinu lifandi, hefur frá ótalmörgu að segja úr sínum störfum og starfi sínu með stjórnendum og má alveg segja að hún hefur tekið margar óvæntar og ævintýrlegar beygjur í lífinu. Íris kemur inn á allskyns góð ráð varðandi hvernig er gott að setja teymi saman, hvað ber að huga að þegar hluti teymis starfar í fjarvinnu, fer inn á hvernig megi bæta stjórnun og þjálfun stjórnenda o.fl. o.fl.

    ,,Margir stjórnendur gætu orðið frábærir stjórnendur með smá stuðningi"... og ,,flestir stjórnendur vilja vera góðir stjórnendur".

    Íris fer yfir svo margt áhugavert í skemmtilegu spjalli.

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Eðli starfa og vinnustaða er að gjörbreytast og samband starfsfólks og vinnustaðar mun verða með allt öðrum hætti en áður. Verkefnadrifna hagkerfið er á siglingu og giggurum mun fjölga. Í byrjun september gáfu Herdís Pála Pálsdóttir, mannauðsstjóri Deloitte á Íslandi, og Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir út bókina Völundarhús tækifæranna, í kjölfar rannsóknar á þróun starfa og vinnumarkaðar. Í spjalli við Herdísi Pálu segir hún okkur frá hvernig hún viðheldur menntun sinni og þekkingu, hvernig vinnumarkaðurinn er að þróast, hvað er umhugsunarvert í þróuninni og hvaða framtíð við þurfum að búa okkur undir. Það var virkilega gaman að spjalla við hana um hennar reynslu, þekkingu og þessa áhugaverðu bók sem hún er meðhöfundur að.

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Bjartur Guðmundsson frá Optimized Performance segir frá hvaða aðferðum hann hefur beitt til að ná árangri í lífi og starfi. Hann hefur haldið yfir 300 námskeið og fyrirlestra við frábærar undirtektir. Þá hafa fleiri hundruð ánægðir einstaklingar sótt hin ýmsu námskeið hjá Bjarti enda skila Optimized aðferðirnar raunverulegum árangri. Bjartur er menntaður leikari frá Listaháskóla Íslands. Hugmyndin með Optimized var að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að hámarka frammistöðu, velgengni og vellíðan með því að virkja enn betur sterkasta afl manneskjunnar, tilfinningarnar. Bjartur býður upp á hin ýmsu námskeið í tilfinningastjórnun (e. State management) sem byggir meðal annars á jákvæðri sálfræði, taugasálfræði, atferlisfræði, Íþróttasálfræði, NLP og leiklist.

    ​Í dag hefur Bjartur unnið með fjölda fólks sem spannar frá grunnskólanemum til stjórnenda stórra fyrirtækja við frábærar undirtektir. Bjartur hefur hjálpað fólki að vinna bug á sálrænum áskorunum eins og fóbíum, þunglyndi, sjálfsvígshugsunum, erfiðum áföllum, og lágu sjálfsmati. Á hinn pólinn hef hann hjálpað fólki við að taka velgengni og vellíðan upp á hærra plan með því að byggja upp enn öflugri viðhorf og bæta daglega líðan.

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Harpa ræðir við Ragnheiði Hrefnu Magnúsdóttur, stjórnendaráðgjafa og þjálfa, um starfstitil hennar, Chief Disruption Officer og þau verkefni sem hún hefur verið að stýra. Við ræðum árangursríka stjórnendur og margt margt fleira.

    Ragnheiður ræðir um stafræna þróun, þróun og framtíð starfa o.fl.Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá Ragnheiði. Ragnheiður hefur komið víða við í stjórnun og breytingastjórnun og gefur góð ráð sem geta verið stjórnendum gagnleg.

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

  • Velkomin í Hoobla PodCastið!Þáttastjórnandi er Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hoobla. Hér kemur stutt kynning á því sem koma skal. Vonast er til að þættirnir hafi bæði lærdóms- og skemmtanagildi.

    Hoobla ehf. er klasi sjálfstætt starfandi sérfræðinga, stjórnenda, ráðgjafa, fyrirlesara og stjórnenda- og markþjálfa sem eru tilbúnir til að taka að sér tímabundin verkefni. Hoobla PodCastir miðar að því að hafa fræðslu og skemmtanagildi. Kynna fyrir hlustendum ,,gigg" starfsumhverfið með því að ræða við ,,giggara", sem er fólk sem starfar verkefnabundið, og annað fólk sem hefur reynslu eða þekkingu sem á erindi við hlustendur.

    - Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw

    - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ

    ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...