Avsnitt

  • Seint koma sumir en koma þó.
    Þáttur vikunnar kemur út aðeins á eftir áætlun vegna mikilla anna.

    Þátturinn er persónulegur þar sem við ræðum okkar reynslu og upplifun af því að vera vegan foreldrar, að reyna að kenna börnunum okkar ákveðna lífshætti. Komum inná pælinguna um “ófullkominn veganisma” og hvað það getur reynst erfitt að lifa í þessum ó-vegan heimi.

    Þátturinn er í boði Yipin Tofu —> ef þú ert nýgræðingur í tofu bransanum þá er þetta varan fyrir þig. Léttsteikja á pönnu og ekkert annað, algjör leikbreytir í bransanum 🧑‍🍳

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Grænkerið er þriggja ára! Takk fyrir að hlusta, takk fyrir að vera í hlustendavaktinni og takk fyrir peppið í gegnum þetta allt saman <3.

    Í fréttahorninu ræðum við um Prettyboi tjokkó og nýja myndbandið sem feature'ar blettatíg og tígrisdýr í einkaeigu hjá manni úti í Dubai.

    Við förum aðeins yfir páskahefðir og auðvitað páskaegg.. Og svo tilkynnum við páskauppskriftina í ár! Helduru að þú þorir að prófa?
    Í lok þáttarins tókum við svo ranthornið en ég ætla svosem ekki að lýsa því í fleiri orðum.

    Þessi þáttur er í boði Örlö og Oumph.

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Saknas det avsnitt?

    Klicka här för att uppdatera flödet manuellt.

  • Í þættinum í dag kom Rósa María í heimsókn og við höldum áfram að ræða um málefni sem hafa verið í umræðunni síðustu vikur.

    Við ræddum um Kveiks þáttinn um blóðmerahald sem var virkilega vel gerður og fórum einnig yfir Kastljós viðtalið við framkvæmdarstjóra Ísteka.

    Rósa er á leiðinni í brettaferð til Ítalíu og ætlar að fara á michelin stjörnu veitingastað Í Milano! Staðurinn býður upp á grænmetis og grænkeramat og er með sérstaka græna michelin stjörnu. Við ræðum um hvernig það er að vera vegan á Ítalíu og hvernig undirbúningurinn er fyrir útlönd.

    Nú fara líka að koma páskar og við veltum fyrir okkur hvort við ættum að skella í uppskrift! Hvað viljið þið fá? Eru öll komin með ógeð á Oumph Wellington? Rósa kom með hugmynd að við myndum jafnvel útbúa VEGAN LAMBALÆRI!

    Látið okkur endilega vita hverju þið eruð spennt fyrir á hlustendavaktinni og við förum í málið!

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Birta Ísey og Axel Friðriks kíktu í kaffi til Evu og ræddu um allt og ekkert í vegan útgáfu.

    Við fórum yfir vegan fréttir úr samfélaginu eins og stofnfrumukjöt en aðallega ræddum við um hvernig það getur verið einmannalegt að vera eini grænkerinn í vinahópnum.

    Við þráum sem mannverur að tilheyra hóp og það getur verið erfitt að upplifa sig öðruvísi og smá útundan. Með þættinum vildum við taka utan um grænkera sem þekkja ekki endilega aðra grænkera og er tileinkum þeim þáttinn.


    Þáttur dagsins er í boði Örlö.

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Í dag eins og svo oft áður sat með mér hin yndislega Rósa María og í dag kom einn auka gestur, hún Lúna sem þið heyrið í reglulega í gegnum þáttinn.

    Við fórum yfir um dagana sem yfirtaka pínu febrúar sem eru að sjálfssögðu Bolludagur, Sprengidagur, Öskudagur og svo Valentínusardagurinn.

    Hvernig bollur eru bestar? Er ómögulegt að gera vegan vatnsdeigsbollu?
    Við förum yfir sænska öskudagsbúninga og ræðum sænskar semlur.
    Við Rósa lofum upp í ermina á okkur að búa til Churroz bollu og ég vona persónulega mín vegna að við stöndum við það því VÁ HVAÐ ÞESSI BOLLA HLJÓMAR VEL.

    Þið finnið umræður um þættina og önnur vegan málefni í facebook hóp Grænkersins -Hlustendavaktin. Komið endilega þangað og segið mér hvað ykkur finnst um þættina!

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Eva ræðir við Axel Friðriks, grafískan hönnuð og grænkera um hvort að vegan merkingar fæli fólk frá vörukaupum? Eru fyrirtæki að veigra sér við að merkja vörur vegan vegna viðbragða frá viðskiptavinum sem eru ekki vegan? Hvað veldur?

    Skrifið endilega review á Apple podcast eða Spotify til að hjálpa hlaðvarpinu að lenda ofar í leitarvélum og ná til fleirri hlustenda <3.

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Útskýring á mannamáli um hvað fólk þarf í alvöru að spá í á vegan mataræði. Hvað getum við fengið beint úr næringunni og hvaða bætiefni ætti að taka aukalega.

    Það er mikið af fordómum og misvillandi upplýsingum um veganisma í samfélaginu svo mér datt í hug að fá einhvern í viðtal sem væri bæði með fræðilegan bakgrunn úr náminu en einnig að hafa lifað grænkeralífsstíl í fjölda ára.

    Guðrún Ósk hefur lokið B.Sc námi í næringarfræði og M.Sc í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur í gegnum GÓ Heilsu boðið upp á næringarnámskeið þar sem markmiðið er að bæta lífsgæðin þín með því að hjálpa þér að neyta í auknum mæli matvæla sem vinna saman að heilnæmu mataræði.

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Velkomin í vegan pubquiz og sannkallaða jólaleika! Ég fékk til mín frábæra gesti, þau Rósu Líf, Axel Friðriks og Rósu Maríu til að keppa í vegan pod-kvissi þar sem einn sigurvegari fær titilinn MEGAVEGAN í ár.

    Gleðilega hátíð og sjáumst í veganúar!

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Hátíðarnar nálgast og Jólakerið er hér til að aðstoða ykkur með jólamatinn!

    Við höfum verið á fullu að taka upp matreiðslumyndbönd af gómsætum hátíðamat. Uppskriftir eins og grafinn gulrótarlox, fylltur krúttlingur, súkkulaði smjördeigs jólatré hafa verið birtar á facebook grúbbu Grænkersins, hlustendavaktin - á Instagram og TikTok.

    Við höldum áfram að birta vegan uppskriftir alveg fram að jólum og þar má t.d. nefna ris a la mande, súkkulaðimús, churros, og heitt súkkulaði.

    Í þættinum ræði ég við Rósu Maríu um jólamat og jólagjafir bæði fyrir grænkera en einnig gjafir sem eru tilvaldar fyrir grænkera að gefa öðrum.


    Þáttur daginsins er í boði ÖRLÖ og Hérastubbs bakarí og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Í þættinum ræðum við Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins um sjókvíaeldi á Íslandi.

    Jón rekur sögu þessa iðnaðs hér á landi og við köfum meðal annars ofan í

    Umhverfisáhrif laxeldisÁhrif á villtan laxastofnÁhrif á eldisdýrinEfnahagsleg áhrif

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Viðmælandi minn að þessu sinni er Axel Friðriks sem telst nú orðinn reglulegur gestur. Axel er grafískur hönnuður hjá Studio Fin og er ábyrgur fyrir nýja útlitinu á Grænkerinu, sem ég er í skýjunum með.

    Í þætti dagsins ræðum við Axel um af hverju fólk hættir að vera vegan..
    Hvaða hindrunum mætir vegan fólk og hvernig getum við stutt við þau?


    Ef þú fílar þáttinn, skrifaðu endilega review til að hjálpa Grænkerinu að ná til fleirri hlustenda <3


    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Þessi þáttur átti að fjalla um hrekkjavökuna en hringsnérist í höndunum á tveimur með athyglisbrest og fjallaði nú minnst um það málefni. En hvað með það, gjörið svo vel.

    Rósa María kíkir í heimsókn eins og svo oft áður og við fórum yfir hvað er á döfinni hjá Grænkerinu.

    Eva segir frá raunverulegri hryllingssögu sem hún lenti í á dögunum, Við ætlum að elda með ykkur fyrir jólin!Við leitum til hlustenda til að finna nafn á jóla-matreiðslu-gleðina sem er framundanWorld Vegan day er 1. nóvember og við ætlum í vegan pálínuboð


    Þáttur dagsins er í boði Hérastubbs bakarís.
    Við hvetjum fólk til að gera sér ferð til Grindarvíkur og sjá hvernig alvöru vegan úrval í bakaríi lítur út! Meðal annars er hægt að fá ostaslaufur, snúða, kleinuhringi, kanilkleinur og sérbökuð vínarbrauð.

    Ef þú vilt styðja við rekstur hlaðvarpsins getur þú nú gert það í gegnum www.buymeacoffee.com/graenkerid. Þinn stuðningur skiptir máli.

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna er gestur minn í þætti dagsins.

    Þema þáttarins eru kerfisbreytingar og við beinum kastljósinu að búvörusamningum. Það hefur aldrei verið mikilvægara að stjórnvöld og aðrir aðrir valdhafar stuðli að því að fæðukerfin okkar séu endurmótuð til að þjóna hagsmunum samfélagsins.

    Þeir styrkir sem ríkið veitir í landbúnað í gegnum búvörusamninga ættu að stuðla að náttúruvernd, loftlagsvernd, dýravelferð og heilsu fólks. Í dag er staðan ekki svo góð en árið 2020 fóru 14,4 milljarðar í búvörusamninga og þá fóru 85% beint í að framleiða mjólk og rautt kjöt.


    Ýtið endilega á subscribe eða follow á Grænkerið á ykkar hlaðvarpsveitu. Það hjálpar hlaðvarpinu með sýnileika og tryggir að þú missir ekki af næsta þætti!

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Þessi þáttur er NEGLA þó ég segi sjálf frá.

    Rósa Líf Darradóttir, læknir, grænkeri og aktívisti kom til mín í alveg ótrúlega fræðandi viðtal þar sem við ræddum áhrif plöntumiðaðs mataræðis á heilsu okkar.

    Hún fór nýlega erlendis á Vegmed, stærstu ráðstefnu plantbased heilbrigðisstarfsfólks í Evrópu. Hún segir okkur frá ráðstefnunni og við förum um víðan völl til að kafa ofan í þetta víðamikla málefni.

    Rósa er einstaklega góð í að segja flókna hluti á einföldu mannamáli en við ræddum meðal annars um :

    Tengsl mataræðis við sjúkdóma og þá sérstaklega krabbamein og hjarta- og æðasjúkdómaPlöntufæði sem læknisfræðilegt meðferðarúrræðiÞurfum við að taka mark á næringarráðleggingum um æskilega eða skaðlega næringu? Hvað þýðir það að ákveðnar matvörur sé flokkaðar sem skaðlegar eða krabbameinsvaldandi?



    Þessi þáttur er í boði Kökulist Bakarí en þar er hægt að fá gómsætar kökur með prentuðum myndum og rooooooooooooosalega góðum mini kleinuhringjum sem þú verður eiginlega að prófa..

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • ÚFF..

    Í þessum þætti kom Rósa María, meðstofnandi Grænkersins í heimsókn og við tókum fyrir HOT TAKES vegan edition.. Það tók ekki langan tíma fyrir Evu að fara í flækju og ég er ekki frá því að þetta sé ponsu óþægilegt en ég meina þetta er bara á milli okkar..

    Minni á að þetta eru okkar skoðanir en það er engin vegan lögregla sem ákveður hvað er rétt og rangt. You do you.


    Þessi þáttur er í boði Ethique sem framleiðir plastlausar hár- og húðvörur! Inn á hlustendavakt Grænkersins á facebook gefum við tveimur heppnum stútfullan gjafapoka af vörum frá Ethique, dregið verður úr leiknum 24. september

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Gætir þú verið í sambandi með aðila sem er ekki vegan?
    Þessari spurningu (og mörgum fleiri) reyndi ég ásamt Birtu Ísey og Axel Friðriks að svara í þættinum.

    Við fókusum á ástarsambönd en komum þó einnig inná dínamík í samböndum milli vina og á milli foreldra og barna.

    Við fórum yfir hvernig staðan er innan okkar sambanda og í lokin skoðum við einnig hvað hlustendur svöruðu þegar ég spurði ykkur nokkurra sambandsspurninga.

    Þessi þáttur er í boði Ethique.

    Ethuiqe framleiðir sjampó- og hárnæringarkubba ásamt húðvörum en vörurnar eru plastlausar, koma í fallegum, minimalískum umbúðum og eru að sjálfsögðu cruelty free og vegan.

    Þú færð Ethique meðal annars í stóru Hagkaupsbúðunum, Fjarðarkaup, Reykjavíkurapóteki og í netverslunum hjá Heimkaup, Hagkaup, Beautybox, Beutybar og Fotia.

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Í þessum þætti af Grænkerinu fáum við Rósu Maríu, einn af stofnanda Vegan búðarinnar og Jömm í heimsókn.

    Hlustendur ættu að kannast við Rósu en kom einnig að stofnun Grænkersins og er sannkallaður frumkvöðull . Hún er einnig heljarinnar matgæðingur. Hún gifti sig í sumar og hélt að sjálfsögðu snar-vegan veislu innblásna af Jömm veitingum og sænskum snafsvísum.

    Við fórum yfir veitingar, vín, fatnað og svo auðvitað félagslega þáttinn. Við ræðum hvernig non-vegan fjölskyldu og vinum fannst að mæta í vegan brúðkaup? Hvað er ekki vegan við vín? Hverju þarf að spá í varðandi brúðarkjól og spariföt?

    Intro: Promoe - These walls don't lie



    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Í þætti dagsins fær Eva hana Birtu Ísey í heimsókn en Birta situr í stjórn Samtaka grænkera og segir okkur m.a. frá Vegan festivali sem verður haldið 20 ágúst 2023.

    Eva byrjar á að segja Birtu frá brúðkaupi sem hún fór í um daginn en þar var ALLT VEGAN!
    Hún segir henni einnig frá samræðum sem hún átti við non-vegan kunningja fyrir skömmu. Hann vildi meina að vegan fólk ætti að sjálfsögðu að bjóða upp á kjöt máltíð fyrir þau sem borða kjöt í veislum hjá sér, rétt eins og "allir" taka tillit til vegan fólks.

    Við komum meðal annars inná

    Er það sambærilegt fyrir "kjötætur" að bjóða upp á eina vegan máltíð og að biðja vegan manneskju að bjóða upp á máltíð með dýraafurðum í?Er tekið svona mikið tillit til vegan fólks?Er svona erfitt fyrir fólk að borða eina vegan máltíð?


    Ef þú hefur gaman að þættinum hver ég þig til að ýta á follow eða subscribe á þinni hlaðvarpsveitu. Þannig heldur appið utan um gamla og nýja þætti og þú hjálpar í leiðinni hlaðvarpinu að ná til fleira fólks

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Í þættinum ræðir Eva við Áslaugu Guðný Unnsteinsdóttur einkaþjálfara um allt sem viðkemur vegan líkamsrækt. Við förum yfir raunhæfar væntingar til mataræðis og þjálfunar og reynum að svara eftirfarandi spurningum:

    Er hægt að telja macros á vegan mataræðiHvaða næringarsjónarmið þarf vegan fólk í líkamsrækt að spá íHvaða vegan matur er próteinríkur og hvernig er hægt að koma honum inn í máltíðir dagsinsFæðubótaefni -þurfum við þau?


    Þetta og meira til finnur þú í þættinum og nánari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum Grænkersins.

    Ef þú hefur gaman að þættinum hver ég þig til að ýta á follow eða subscribe á þinni hlaðvarpsveitu. Þannig heldur appið utan um gamla og nýja þætti og hjálpar í leiðinni hlaðvarpinu að ná til fleirri hlustenda. Þú ræður en takk samt!


    Intro: Promoe - These walls don't lie

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie

  • Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur, grænkeri og aktivisti kom í viðtal í Grænkerið og ræddu þær Eva um hvernig aktivismi hefur áhrif á geðheilsu þeirra sem hann stunda.

    Í þættinum köfum við ofan í:

    Aktivisma, bæði í vegan skilning og í stóra samhenginuHvað aktivistar geta gert til að hlúa að sér Hvernig við hin getum stutt við aktivista

    Ef þú hefur gaman að þættinum hver ég þig til að ýta á follow eða subscribe á þinni hlaðvarpsveitu. Þannig heldur appið utan um gamla og nýja þætti og hjálpar í leiðinni hlaðvarpinu að ná til fleirra. Þið ráðið, takk samt!

    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


    Intro: Promoe - These walls don’t lie