Avsnitt

  • Margrét Pála er komin heim eftir haustfrí á Spáni og dembir sér beint í umræðu um síma, samfélagsmiðla og almenna skjánotkun ásamt Móey Pálu. Mikil umræða um símanotkun barna og ungmenna kviknaði í þjóðfélaginu í kjölfar viðtals við Þorgrím Þráinsson í Bítinu fyrr í mánuðinum.

    Ömmgurnar taka undir orð um hans um neikvæð áhrif ofnotkunar hjá börnum sem fullorðnum og hversu mikilvægt er að setja mörk á þessu sviði eins og á öðrum sviðum tilverunnar. Þær ræða einnig áhrif skjánotkunar út frá tilfinningagreind og hvernig skjárinn yfirtekur augu og athygli okkar allra fyrirstöðulaust. Einnig vekja þær máls á annars konar nálgun á tækni í skólum og hvernig er hægt að forðast boð og bönn.

    Hugvíkkandi samtal í takt við ört breytandi samtíma.

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Móey Pála og Júlíana Dögg, mágkona hennar, ákváðu með stuttum fyrirvara að taka upp þátt. Tilefnið var því miður ekki gleðilegt en David, maki Móeyar, lenti í leiðindaatviki í sundi á dögunum. Þar fékk hann að finna fyrir fordómum vegna húðlitar síns sem komu honum og fjölskyldunni allri úr jafnvægi.

    Júlíana Dögg er fædd og uppalin á Íslandi og á ættir að rekja til Mosambik. Hún og Móey ræða fordóma vegna uppruna, fyrirmyndir og staðalmyndir, óþægilegar athugasemdir og hvað er hægt að gera til að láta ganga betur.

    Mágkonuspjallið er í anda fjölskyldunnar; beint frá hjartanu, með heiðarleika og hreinskiptni að vopni með hárnákvæmu dassi af húmor.

    Hvað er það sem við þráum öll sama hverjir foreldrar okkar eru, hverja við elskum eða hvernig við lifum lífinu?

    Mikilvægt samtal nú sem endranær.

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Saknas det avsnitt?

    Klicka här för att uppdatera flödet manuellt.

  • Doktor Valdís Jónsdóttir spjallar við Möggu Pálu í þessum þætti og það er hávaði sem þær hefja samtalið á. Þær sjálfar eru ekki með hávaða en Valdís hefur rannsakað hávaða og hvaða áhrif hann hefur á heyrn, börn, kennara og svo framvegis.

    Hljóðumhverfi barna er þeim báðum hugleikið og þær ræða hvernig hljóðstyrkur dagsins fylgir heim að leikskóla og skóla loknum. Einnig hvernig fjölskyldum er hætt við að minnka hávaða í fjölskyldurýmum með snjalltækjum og heyrnatólum. Hvaða áhrif getur sú lausn haft?

    Tungumálið og talmeinafræði eru einnig tekin fyrir í spjallinu og mikilvægi þess að móðurmál barna sé þeirra fyrsta mál.
    Það er í raun fátt sem er þeim stöllum óviðkomandi en þær ræða einnig heyrnaleysi, táknmál og sitthvað fleira.

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Hrafnhildur Halldórsdóttir og Rut Guðmundsdóttir eru ljósmæður í Björkinni fæðingarheimili og viðmælendur Möggu Pálu og Móeyar Pálu að þessu sinni. Hrafnhildur og Arney Þórarinsdóttir stofnuðu Björkina árið 2017 en þær hafa sterka og skýra sýn á ferli fæðinga.

    Ayon Rúnar drengur Móeyar og Davids fæddist í Björkinni og þær ræða fæðinguna sem bar mjög fljótt að. Að sjálfsögðu færist talið fram og aftur í tíma og um víðan völl en rauði þráðurinn er auðvitað þetta stórkostlega ferli sem fæðingin er og jafnréttisvinkillinn er aldrei langt undan.

    Hin 10 ára Katla kynnir þáttinn og á dásamleg lokaorð að vanda; þetta verkefni er auðvitað stórt og mikið í hugum allra, hvað þá í augum barna!

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Nú eru tvö ár liðin frá síðustu þáttaseríu og þess vegna margt að frétta hjá Fjölskyldunni ehf., hænum og öllum. Magga Pála er iðin að vanda; uppbygging á heimili og fyrirtæki en henni finnst það nú ekki tiltökumál. Móey Pála er ekki síður iðin með sína ört stækkandi fjölskyldu en verkefnið sem á hug þeirra allan um þessar mundir er tilvonandi húsbygging.

    Þær ræða kosti þess að fjölskyldurnar búi nálægt hver annarri og hvernig það styrkir uppeldið og fjölskylduböndin sem verða svo sterk. Það reynir þó að sjálfsögðu á samskiptin þegar margir koma að uppeldi ungra barna og þær opna það samtal fyrir hlustendum.

    Þær ræða auðvitað það sem er efst á baugi hjá öðrum í fjölskyldunni en verkefnin eru ólík sem þau fást við, sum gleðileg og önnur afskaplega krefjandi.

    Snillingurinn Katla sér auðvitað um kynningu og lokaorð en gleymir ekki að segja frá sínum helstu fréttum.


    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Fjölskyldan ehf. er mætt á ný, reynslunni og einu barni ríkari! Margrét Pála og Móey Pála spjalla saman um ólík og fjölbreytt verkefni fjölskyldunnar eins og t.d. flutninga og fjölskyldureit. Það er ekkert sem er fjölskyldunni óviðkomandi og fara ömmgurnar um víðan völl og ræða erfið málefni sem þarf að ræða. Þungunarrof er eitt af því sem þær kafa ofan í, aðstæður, viðmót, stuttlega rætt um söguna og hvaða merkingu það hefur haft fyrir konur. Einlægt og hjartnæmt spjall að vanda.

    Katla er nú orðin 10 ára og sér að sjálfsögðu um kynningu og lokaorð. Nú veltir hún fyrir sér systkinastjórnun!

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Síðasti þáttur fyrir sumarfrí hjá Fjölskyldunni ehf og ofuramman er enn fjarri góðu gamni. Móey Pála lætur sína krafta ekki eftir liggja og fær til sín gullfallega, glæsilega og einhleypa konu í spjall.

    Það er Gunnlöð Jóna sem ræðir skilnað, kvíða, stefnumót, fjölskylduna og það að langa í börn og vera einhleyp. Hvernig er að vera fráskilin 29 ára og finna pressu frá samfélaginu varðandi barneignir? Er mikilvægt að ákveða að leggja í barneignir upp á einsdæmi á ákveðnum tímapunkti?

    Einlægt samtal á léttu nótunum sem á erindi í allar fjölskyldur.


    Katla deilir sinni einstöku hjartahreinu sýn í kynningu og kveður hlustendur fyrir sumarfrí.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Amman er fjarri góðu gamni í þessum þætti en hún sinnir Hjallastefnuleikskólanum í Skotlandi. Móey Pála stýrir móðurskipinu á meðan og fær til sín góðan gest í hlaðvarp vikunnar. Það er hún Pálína Axelsdóttir Njarðvík eða fyrrum tengdasystir Móeyjar.

    Pálína heldur úti vinsælli Instagram síðu - Farmlife Iceland - þar sem hún deilir lífi sauðfjárbónda. Hún er ekki bara samfélagsmiðlastjarna því hún er einnig sérkennslustýra á leikskólanum Litlu-Ásum og elskar að ferðast og eyða tíma með kærustunni sinni Maríu.

    Móey og Pálína ræða m.a. sambönd dýra og barna, kjötát, sorg og missi, samkynhneigð, réttindabaráttu, jafnrétti og margt fleira. Einlægt og fallegt samtal sem fær okkur öll til að hugsa.

    Katla er kynnir þáttarins og nú fá systurnar frá Langanesi að afkynna þáttinn. Það eru þær Hólmfríður og Guðrún sem taka að sjálfsögðu þátt í hlaðvarpi Fjölskyldunnar ehf.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Ömmgurnar fá til sín góðan gest í þessum þætti en það er hún Andrea Eyland í Kviknar samfélaginu. Andrea á 5 börn, rekur fyrirtæki og er framkvæmdarstjóri fjölskyldunnar sinnar.
    Hún ræðir um fjölskyldulífið, þriðju vaktina, sjálfsrækt, barnvænt samfélag og margt fleira.

    Atvinnuþátttaka kvenna hefur stóraukist og samfélagið mikið breyst á síðastliðnum áratugum. Það sem hefur lítið breyst er fjölskyldan og skyldurnar sem fylgja slíkum rekstri og rekstrarstjórarnir eru oftast konur sem eru nú einnig útivinnandi.

    Hvernig er hægt að halda heilsu í svona krefjandi umhverfi og hvað er til ráða? Hvernig og hvað er rétt að velja? Að vera heimavinnandi? Að vinna úti? Gera bæði? Er það hægt án þess að enda í kulnun?

    Katla sér um kynningu og lokaorð að vanda og nú er hún staðráðin í að æfa sig í einu verkefni heima. Verkefni sem hlustendur þurfa kannski að æfa líka?

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Ömmgurnar Móey Pála og Magga Pála taka veðrið í upphafi þáttar og Magga Pála ræðir hvernig lítil börn geta verið eins og barómetar eða loftþrýstingsmælar á veðurfar. Veðrið hefur vissulega áhrif á okkur öll og þá líka á samskipti okkar.

    Ömmgurnar ræða einmitt samskipti drengja og hvernig fullorðið fólk þjálfar samskipti ólíkt við stúlkur og drengi.

    Umræðan um drengjauppeldi heldur áfram af fullum krafti og í þetta sinn fær Magga Pála tilvonandi framkvæmdarstjóra Hjallastefnunnar Bóas Hallgrímsson til sín í spjall.

    Þau ræða kynjafyrirmyndir og mikilvægi þess að nánustu fyrirmyndir barna gangi í öll störf og sýni að kyn aftri engum í daglegum verkefnum.

    Bóas ræddi um tímabil þegar hann kenndi drengjum á miðstigi og hvernig samskipta- og samræðuþjálfun gekk þá vetur og hver gróðinn af því var fyrir drengina. Einnig ræddu þau ólíkt álag foreldra, ,,þriðju vaktina" og hver á heimilinu tekur hana.

    Katla velti fyrir sér hvers vegna drengir ræða minna um tilfinningar og deilir sinni dásamlegu sýn á leiki barna.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Ömmgurnar komu sér vel fyrir á meðan Adeline Brynja svaf og tóku upp þátt vikunnar. Hlustendur hafa beðið um að ýmis umræðuefni séu tekin fyrir og í þættinum var drengjauppeldi efst á baugi, í takt við umræðu samfélagsins.

    Margrét Pála hefur rannsakað og unnið með kynjaskipt skólastarf í fjölda mörg ár og hafði sitthvað um málið að segja. Hvernig skal mæta drengjum í skólastarfi og hvers vegna græða drengir á kynjaskiptu skólastarfi? Hvað fara drengirnir okkar á mis við í samfélaginu og hvernig getum við bætt þeim það upp öllum til góða? Móey Pála segir frá skemmtilegri og jákvæðri nálgun í uppbóttarvinnu kynjanna.

    Katla er enn í sauðburði og spjallaði við Eggert bónda í lok þáttar um þennan stórfenglega tíma og allar sálirnar sem hann ber ábyrgð á.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Kynnir þáttanna, hún Katla, er spennt að fara í sauðburð í Laxárdal og fylgjast með lífinu í sveitinni. Hlustendur fá tóndæmi úr fjárhúsunum.

    Ömmgurnar Magga Pála og Móey Pála spjalla um mataræði barna og hvernig sektarkennd foreldra getur tengst því.

    Það er þrennt sem börn gera að ágreiningsefni við foreldra sína um leið og þau geta en það er matur, svefn og fatnaður. Gullna reglan er að muna að börn eru eins ólík og þau eru mörg og það verður að hafa í huga í uppeldi. Eins að sýna ákvörðunum foreldra virðingu og skilning varðandi þeirra skoðanir um t.d. næringu barna eins og lengd brjóstagjafa, sykur og sælgætisát og svo framvegis.

    Einnig ber að hafa í huga góða siði varðandi matmálstíma eins og það að taka æfingabita og smakka mat, að setjast niður við matarborðið með fjölskyldunni og sitja meðan aðrir borða. Jákvæð matarupplifun er mikilvæg rétt eins og það er mikilvægt að líkaminn þekki seddu- og hungurtilfinningu.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]



    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Ömmgurnar eru í sólskinsskapi að venju og auðvitað hafa sólríkir dagar áhrif á umræðuefni þáttarins.

    Þær byrja á helstu fréttum af yngsta fjölskyldumeðlimnum Adeline Brynju og ræða hvernig kvöldrútínan gengur. Einnig ræða þær tungumál, tvítyngd börn og hvernig áhrif það getur haft á málþroskann.

    Þær spjalla síðan um vordaga, sól og áhrif hennar á börn. Hverju þarf að gæta að þegar sólin er hátt á lofti og allir vilja vera úti? Foreldrahlutverkinu fylgir mikil ábyrgð og ekki síst þegar gleði og glaumur taka völdin á löngum sumarkvöldum.

    Hænsnabóndinn Lilja flytur tíðindi af hænunum í fjölskyldunni. Katla tekur virkan þátt í því samtali en þær hafa fylgst grannt með Lofthænu sem hefur legið á eggjum síðastliðnar vikur.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Hér eru ömmgurnar sestar við hljóðnemann og Móey Pála deilir reynslu sinni af því að vera að heiman með barnið í 10 daga.

    Öll rútina fór í vaskinn og unga snótin vissi ekki hvað var að gerast í þessu framandi umhverfi svo að hún hékk föst á mömmu sinni og vildi lítið brosa til frænku og frænda og afa og stjúpömmu og allra vina og vandamanna af öllum gerðum á Þórshöfn. Það var helst að hún samþykkti móðursystur sínar sem eru nánar tiltekið hálfsystur móður hennar, 4, 10 og 11 ára.
    Að venju eru börn best fyrir börn og þær máttu leika við hana og fengu bros og spjall.

    Móey hafði auðvitað ætlað að sýna barnið geislandi og glatt en það gekk sem sagt ekki upp og fannst einhverjum hún vera hálfgerð mannafæla. Amman bendir á að hún sé bara komin á réttan aldur til að samþykkja ekki ókunnuga heldur þurfa að tengjast og finna öryggið sitt í nýjum aðstæðum. Það er ekki mannafælni heldur hrein og bein skynsemi.

    Svo var þessi skynsama snót heldur fálát við pabba sinn eftir aðskilnaðinn sem var mjög miður sín yfir því að hún þekkti hann ekki lengur.

    Í seinni hluta þáttarins ræða ömmgurnar svo um stjúptengsl en Katla hafði kvartað undan því að amman hefði ekki verið nógu skipulögð í þeirri umræðu í þættinum á undan. Katla kynnir þáttinn og á svo lokaorðin af sínu hreina átta ára hjarta.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Nú er Katla komin í hlutverk þáttastjórnandans þar sem hún tekur á móti Lilju - sem er helmingurinn af "ömmu og Lilju" á Gilsbakkanum.

    Móey Pála og Adeline Brynja eru staddar á Þórshöfn að hitta hálfsystur sínar - eða hálfsystur hálfsystur Kötlu. Alls kyns fjölskyldur, hálfar og heilar, stjúptengsl og þarftu að fæða móður barns til að til að vera alvöru amma?

    Eftir hlé blandast amma í umræðuna og þá fer allt óvart yfir í umræðu um hænur og fornbíla - hvernig sem það nú tengist?


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Þáttur vikunnar er tileinkaður Agnari sem er barnabarn númer tvö í Fjölskyldunni ehf.

    Hann fann sig ekki í framhaldsskóla en vissi ekki hvað hann vildi gera. Áfengi og gras voru freistingar sem hann féll fyrir um tíma en hvað gerði fullorðna fólkið til að styðja unga manninn? Hvað er í boði ef framhaldsskólinn virkar ekki? Hvernig er að eiga eldri systur sem er með allt à hreinu? Er samanburður í fjölskyldunni verri eða betri en samanburðurinn við jafnaldrana?

    Agnar ræðir einnig hvað hann gerir í dag og hvernig það kom til að hann nýtur þess nú að vera í námi.

    Heiðarleiki og hjartahlýja eru í fyrirrúmi í þættinum sem allar fjölskyldur geta tengt við.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Að venju fara ömmgurnar yfir stöðuna hjá ungu snótinni sem vex og dafnar, fær sér brauð með kæfu í morgunverð og helst vill ráða rútínu kvöldsins fyrir hönd heimilisins.

    Hugarstarfsemi hennar er og verður þannig næstu árin að allt er annað hvort eða - ekkert bæði og Því fylgir að allt verður að reglu, líka það sem er óttaleg óregla fyrir barnið. Látum við undan nauði í barni og endum með jæja þá andvarpinu, hótum við án þess að standa við orð okkar, refsum við barni með athyglissviptingu án þess að taka einu sinni eftir því sjálf. Þessi hegðun okkar verður að reglu fyrir barnið um að það sé ekkert að marka orð fullorðinna sem er auðvitað óttaleg óregla.

    Amman er atferlissinni og bendir á að jákvæð styrking virki best til að móta jákvæðar reglur sem eru þá þær sem eru góðar fyrir bæði börn og fullorðna.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Að þessu sinni er það unglingurinn Lilja Björk í Fjölskyldunni ehf. sem spjallar við ömmu og Móeyju Pálu.

    Hún lýsir því hvernig er að vera unglingur og spjallar opinskàtt um áskoranirnar sem því fylgja. Hvernig á að velja framhaldsskóla sem hentar? Skiptir félagslífið meira máli en námið, eða öfugt? Hvernig er einkalíf unglingsins inn á stóru heimili? Hvenær þarf að taka til og þrífa? Lilja Björk svarar hreinskilningslega, líka þegar amman spyr um pressuna sem fylgir því að stunda kynlíf, drekka eða gera eins og ,,hinir”.

    Katla á lokaorðin að vanda, skemmtileg og skorinorð.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Nú eru ungu foreldrarnir komnir í fyrstu uppeldisklípuna enda stækkar unga snótin og þroskast stöðugt. Hún er komin á þann aldur þar sem börn gera mikinn greinarmun á fólki sem þau þekkja og ókunnugum sem þau fara að mótmæla hástöfum. Eins vill hún ekki vera aðskilin frá mömmu sinni og það á bara eftir að versna á næstu mánuðum.

    Auk alls þessa eru sjö mánaða börn byrjuð að leita leiða til að stjórna umhverfinu; ekki bara þegar þau eru svöng, þreytt, blaut eða einmana. Þarna byrja viljaæfingarnar sem munu standa yfir næstu árin og nú reynir verulega á blessaða foreldrana.

    Katla sér um kynningu og lokaspjall þáttarins af sinni alkunnu snilld.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]

  • Ömmgurnar sátu í glænýju heimastúdíói og tóku upp þátt vikunnar í ,,heimakastinu”. Þættirnir eru orðnir 44 og brátt verður komið ár frá því hlaðvarpið Fjölskyldan ehf fór í loftið. Í tilefni þess verða m.a. gjafaleikir á Instagram og Facebook síðum Fjölskyldunnar ehf.

    Magga Pála og Móey Pála ræddu fátækt barna og ungmenna á Íslandi og muninn á fátækt og blankheitum. Einnig ræða þær hvernig er hægt að jafna aðstöðumun barna og hvetja hvern og einn að finna leið. Öll getum við verið gætin á okkar vakt og tekið raunveruleikapróf reglulega með börnum.

    Katla fer með lokaorð og spjallar um peninga og skólabúninga við ömmu sína.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]


    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: [email protected]