Avsnitt

  • MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR:
    Alltaf sama platan 16. þáttur - POWER UP

    Smári Tarfur og Birkir Fjalar vakna af værum blundi á rúmsjó þeim er liggur eftir sprellibossanna geðþekku í AC/DC. Báturinn er farinn að leka. Þeir eru áttaviltir, óákveðnir og jafnvel orðlausir. Sextánda og sennilega síðasta platan liggur fyrir og tilfinningarnar eru blendnar. Bæði vegna sveitarinnar sjálfrar og líka vegna þess að þessi tiltekni þáttur táknar endalok þáttaraðarinnar sem kumpánarnir hafa deilt með hlustendum sínum annað veifið í tæp tvö ár.

    Heyrðum við blautt prump? Sáum við neista? Eiga gamalmennin eitthvað inni eða er komið nóg? Endurreisn, upprisa, ristruflanir? Power Up heitir hún kom heit út úr byssuhlaupinu, það vantaði ekki. Allt í einu voru öll að tala um AC/DC á ný. Þetta var fyrir tveimur árum. Þeim tókst þetta. Magnað þetta langlífi.
    Covid var heitt dæmi. Öll eru að tala um dönsku myndina Druk. Tiger King og The Queen's Gambit ríða röftum í sjónvarpi. Billie Eilish, Post Malone og The Weekend eiga sviðið. En einhvernvegin, eins og fyrir kraftaverk sem snúið er í gang af aðdáendum, kemst Power Up í fyrsta sæti á a.m.k. 21 listum hingað og þangað um heiminn, eru tilfefndir til ýmissa tónlistarverðlauna og vinna sjálfsagt einhver þeirra. Og þetta gera þeir með aðalsprautu og leiðtoga undir grænni þúfu, trommarann í réttarsal og heyrnalausan söngvara, svo eitthvað sé nefnt.

    Það skal viðurkennast að við þáttarstjórnendur stóðum töluvert á gati í þessum þætti. Upptökur voru að þessu sinni ljúfsárar. Við vissum mismikið um AC/DC. Tarfurinn vissi eiginlega allt en Birkir er dæmigerður diet-aðdáandi sem sleppti takinu á sveitinni þegar hann var unglingur. Báður höfum lært margt við gerð þessara þáttaraðar. Við hlustuðum svo mikið á AC/DC og þurftum að endurskoða, aflæra og endurmeta svo mikið af dóti sem við héldum að væri í gömlu pækilstunnum fortíðarinnar. AC/DC gefa nefnilega ekki alltaf út sömu plötuna. Við færðum rök fyrir því, oft og mörgum sinnum. Plötur sem gerðu lítið fyrir okkur þegar við vorum yngri sýna okkur spennandi og ferskar hliðar nú. Það er svo skemmtilegt.
    Ef okkur hefur lærst eitthvað sem við viljum deila með ykkur þá er það að AC/DC er sýnd veiði en ekki gefin. Og að nánast öll tónlist ætti að fá gaumgæfilega og einbeitta endurhlustun okkar. Eftir því sem við eldumst, eftir því sem fjarlægðin er meira, því meira nýtt eða grafið heyrum við. Húrra fyrir því!

    Og húrra fyrir hlustendum! Hjartans þakkir til ykkar allra sem hafið fylgt okkur. Þeim ykkar sem segið öðrum frá þættinum. Þeim ykkar sem við heyrum aldrei frá. Og sérstaklega ykkur sem hafið verið í sambandi og samfloti með ykkur allan þennan tíma. Ykkar skál, elskurnar! We salute you!

    Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47, Hafnafirði og Básvegi 10 í Keflavík. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Hreinlætisvörur fyrir heimilið og sjálft musterið sem við búum í, sjálfan líkamann. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/

    Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið



  • Árið er 2014. Spekingar segja rokkið dautt. Metallica búnir að dobbla það sem sum kalla endurkomu þeirra sveitar. Guns 'N' Roses eru einhvernvegin komnir á kreik, og þó. Taylor Swift skín skærar en nokkur önnur manneskja og engin selur fleiri plötur. Robin Williams, leikarinn dáði, tekur eigið líf. Bill Cosby er opinberaður sem manndrulla.
    Platan Rock Or Bust með krökkunum í AC/DC kemur út og gæti verið þeirra næst síðasta. Trommarinn okkar er í neyslutengdu geðrofi, ofsóknaróður og hættulegur. Brian Johnson á þrjú ár í sjötugt en syngur enn, slær sér á lær og segir sögur af gröðum körlum sem kveikja sér í rettu og tala um ungar stelpur. Allt með felldu hér.

    En stærsta fréttin í þessu tiltekna sólkerfi er að Malcolm Young glímir við elliglöp og veikindi þeim tengdum og kemur ekki að gerð plötunnar. Er yfirleitt hægt að semja, spila, taka upp, hljóðblanda AC/DC plötu án þessa mikilmennis gítarrokksins? Hann, hryggjarstykki og sál sveitarinnar, að margra mati...

    Sérstakur gestur þáttarins er Ólafur Torfi Ásgeirsson, sem getur og gerir allt mögulegt í tónlist (spilar, tekur upp, setur út....) og þá iðulega á bak við tjöldin. Spekúlant og lúði eins og þeir gerast bestir. Sérfræðingur og ljúfmenni, þó með ákveðnar skoðanir og eigin sýn á hlutina. Góður gestur það!


    Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47, Hafnafirði og Básvegi 10 í Keflavík. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Hreinlætisvörur fyrir heimilið og sjálft musterið sem við búum í, sjálfan líkamann. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/

    Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.

  • Saknas det avsnitt?

    Klicka här för att uppdatera flödet manuellt.

  • MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR:
    14. Black Ice (Fríða Ísberg & Leifur Björnsson)

    Já, jújú, hér erum við saman kominn og endirinn er í sjónmáli. Hin þrútna, fjórhliða plata Black Ice, reið röftum þegar hún kom út og sigraði vel flesta ef ekki alla keppinauta sína í rokkinu á þeim tíma. Þetta þótti tíðindum sæta enda okkar menn í AC/DC komnir á mjög virðulegan aldur. Langt var síðan Stiffarinn kom út, mikið hafði breyst í rokkinu sem og í tækni- og internetmálum almennings. Þannig að það voru margar breytur á flugi og hvað gera grallararnir í AC/DC? Jú, gefa út lang lengstu plötu sína frá upphafi og gera kúvendingu í brúnni. Gengur þetta upp? Smári Tarfur og Birkir Fjalar munu í það minnsta ekki sitja á strák sínum heldur lofa ykkur að heyra, kinnroðalaust, hvað þeim finnst.

    Sérstakir gestir þáttarins eru Fríða Ísberg rithöfundur og rokkari ásamt Leifi Erni Björnssyni sem er hér með okkur í annað sinn, ekki að ósekju, enda rómaður silkitúlli og djúpt skólaður AC/DC hundur.

    Alltaf sama platan er í boði Matarbúðarinnar Nándin, Hafnarfirði og Keflavík. www.matarbudin.is
    Þátturinn er studdur af Luxor: Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. www.luxor.is

  • MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR:
    13. Stiff Upper Lip (Erla Stefánsdóttir & Haukur Viðar Alfreðsson)

    Stiffarinn er sannlega engin tímamótaplata og það kann að vera að gripurinn sem slíkur hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum hlustendum hlaðvarpsins. Titillagið náði til fjöldans, eftirminnilega, en svo virðist platan hafa horfið eins og dögg fyrir sóló á Íslandi að minnsta kosti. Af hverju ætli það sé? Er Stiff Upper Lip svo veikburða og gleymanleg að það „réttlæti“ að svona fá vísi til hennar? Smári Tarfur og Birkir Fjalar einhenda sér að komast að hinu sanna.

    Sérstakir gestir þáttarins eru Erla Stefánsdóttir, alt muligt tónlistar- og söngkona og söngkenknari (Grúska Babúska, Dali, Vague Mother o.fl.) ásamt Hauki Viðari Alfreðssyni , hlaðvarpsmeistara (Besta Platan, Dómsdagur o.fl.) og tónlistarmanni (Morðingjarnir, Vígspá, Helvar o.s.frv.).

    Alltaf sama platan er í boði Matarbúðarinnar Nándin, Hafnarfirði og Keflavík. www.matarbudin.is
    Þátturinn er studdur af Luxor: Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. www.luxor.is

    Snæfugl 2022

  • MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR:
    Alltaf sama platan #12 - Ballbreaker

    Þögn þáttastjórnandi var ærandi eftir The Razor's Edge þáttinn rétt eins og þögn AC/DC eftir sömu plötu. Fimm ár milli platna er langur tími þegar AC/DC er annars vegar. Var sú bið þess virði? Þið komist að því að þætti loknum!
    En eitt er óumflýjanlegt... Phil Rudd snéri aftur og Jeremías, María og Jósef. Ha!

    Sérstakur gestur þáttarins er Ólafsvíkingurinn og AC/DC safnarinn geðþekki, Rúnar Hallgríms, en hann er líka sérlega öflugur velunnari Alltaf sömu plötunnar og teflir fram ljósmyndum og fróðleik um plöturnar sem við fjöllum um í hvert sinn sem þættirnir fara í loftið.

    Alltaf sama platan er í boði Matarbúðarinnar Nándin, Hafnarfirði.
    https://www.matarbudin.is/nandin/

    Þátturinn er studdur af Luxor: Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.
    https://www.luxor.is

    Snæfugl 2022

  • MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR:
    Alltaf sama platan #11 - The Razor's Edge

    Og þarna kemur hún. Hér ægir öllu saman. Flekar mætast og höfin riðlast í stólaleik upp á líf og dauða. Eða bara... AC/DC er komin inn til þín, inn í svefnherbergið, stofuna, bílinn, heilabörkinn þinn hvort sem þér líkar betur eða verr. Thunderstruck og umslagið er límt inn í framrúðu sálar þinnar. Nú verður ekki aftur snúið. Meira að segja AC/DC virðast ekki lengur ráða við AC/DC.
    Og hvernig á svo að gera þessu skil? Ekki spyrja Smára Tarf og Birki Fjalar. Þeir eru bara leiksoppar tilfinninga, endurlits og sjúklegra greininga. Það er bara þannig. Engar afsakanir, engar bremsur, bara opin sár og hráar taugar tveggja manna sem eiga rokkinu líf sitt að launa.

    Fyrir mörg er ellefta útgáfan, tímamótaplata AC/DC (1990) The Razor's Edge, sú skífa sem gerði þau að unnendum sveitarinnar til lífstíðar. Snertifletir plötunnar við fólk um heim gjörvallan eru gríðarstórir og óteljandi. Þegar hér er komið við sögu er AC/DC orðin hluti af erfðaefni afþreyingar- og poppmenningar. Fyrir þær sakir einar má telja hana til sígildra verka. Á The Razor's Edge er að finna lag sem krossar yfir svo mörg og ólíkleg svið og róf að það eitt og sér er efni í rannsókn.

    Rúmar 43 mínútur af aldamótarokki sem allir og ömmur þeirra virðast eiga hlutdeild í. Tólf lög. The Razor's Edge er laukurinn sem endalaust er hægt að flysja. Hún er eins og spegill kynslóða. Krossgata barna og foreldra - barna sem verða foreldrar. Hún neitaði að víkja af Billboard listanum í 77 vikur. Engin tónleikaferð sveitarinnar hafði hlotið jafn mikla umfjöllun og kynningu og sú sem ýtti þessari plötu úr vör. Fjölmiðlar töluðu um endurkomuplötu AC/DC sem festi þá í sessi á meðal risa rokksins á ný. Og svo voru það Smári og Birkir...

    Sérstakir gestir þáttarins eru Salome Hallfreðsdóttir og Raggi Ólafsson. Salome er Eskfirðingur --umhverfis- og náttúruverndarriddarinn-- sem leyfir okkur að skyggnast inn í æsku sína og lýsir af mikilli næmni hvernig The Razor's Edge ruddi sér inn í líf hennar. Raggi, tónlistarmaðurinn og söngfuglinn óútreiknanlegi, sem við sjáum hvað oftast með Árstíðum, Ask The Slave og nú síðast í formi einyrkja, mætti í skúrinn og hjálpaði okkur að greina söngstíl- og tækni Brian Johnson og Bon Scott. Afar fróðlegt.

    Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/

    Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.

  • Að mati Smára og Birkis þá erum við komin hér í einskismannsland AC/DC. Hvað þýðir það? Blow Up Your Video er lágt skrifuð á meðal svo margra og sagan hefur ekki farið fögrum höndum um þessa tíundu (1988) plötu rokkaranna. Þolir hún yfirleitt endurmat þáttarstjórnenda? Ef Fly On The Wall var vandræðabarnið hvað er þá þessi skífa? Er tími Blow Up Your Video loks kominn?

    Það er að mörgu að hyggja þegar á að flysja svona lagið svo vel sé. Hvað er gott, hvað er slæmt, hvað var eiginlega í gangi, er eitthvað varið í tónlistina yfirleitt? Var fólk einfaldlega með skít í eyrunum og skidi ekki hvað AC/DC "voru"? Eða skilur fólk plötuna betur nú? Misskilið útspil sem við erum nú loks farin að skilja, áratugum síðar? Svo mikið af spurningum.

    Það þurfti hvorki meira né minna en þrjár atrennur við þennan þátt. Við óttuðumst að hann yrði stuttur og snubbóttur því platan þótti ómerkilegur pappír. Smári velti fyrir sér hvort við myndum yfirleit ná einni klukkustund úr þessu. Birkir þóttist halda að það hefðist en með naumindum þó. Þegar upp var staðið vorum við ískyggilega nálægt þremur klukkustundum! Jáhá! Hver hefði grunað?

    Með okkur í Blow Up Your Video vandamálinu var engin önnur en Alison McNeil sem spilar um þessari mundir í fádæma skemmtilegri hljómsveit sem heitir Laura Secord. Hún var áður í Kimono, uppáhaldshljómsveit Birkis. Og það fer ekkert á milli mála. Nema hvað, hennar samband við Blow Up Your video er það eftirtektarvert að við óskum hér með eftir að einhver handritshöfundur geri þeirri sögu skil með kvikmynd í huga. Andskotinn hafi það.

    Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/

    Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.

  • Þátturinn snýr aftur eftir langt sumarfrí og það er sem blessun í ekki-svo-góðu-dulargervi að hin umdeilda Fly on The Wall liggi til grundvallar. Ekki bara það að Smári og Birkir hafi safnað upp mikilli þörf til að pústa og tjá sig um hvað geri þessa plötu svona sérstaka í hugum aðdáenda AC/DC hvort sem fólk hatar hana, elskar eða sé þarna einhversstaðar á milli. Hvar standa strákarnir í þessum efnum og umfram allt gesturinn?

    Með okkur í Bedlam in Belgium stofunni var enginn annar en Dr. Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður, poppfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hann er aukinheldur stoltur bakhjarl Fly on The Wall og æsingurinn keyrir um þverbak þegar hann hittir afmælisbróðir sinn og gamlan vin Birki Fjalar en Smári Tarfur reynir eftir bestu getu að halda lestinni á teinunum af sinni alkunnu ró- og röksemd.

    Fly on The Wall kom út árið 1985, tveimur árum eftir Flick The Switch. Tíu lög á fjörtíu mínútum. Þegar hér er komið við sögu hafa tónleikaferðalögin orðið æ lengri og betur sótt með hverri plöttunni frá og með Let There Be Rock. AC/DC eru orðnir kjölturakkar MTV, dæla út tónlistarmyndböndum og hafa aldrei verið þéttari á tónleikum. Allt er eins og það á að vera, nema kannski platan sjálf, Fluga á veggnum.


    Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/

    Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.

    Alltaf sama platan er framleidd af Snæfugli.

  • Karlpungarinn í Alltaf sömu plötunni verða fyrir Flick Of The Switch uppljómun og það með öskrum og látum. Þátturinn er taumlaus og það rýkur úr upptökuskúrnum svo um munar.

    Þriðja "Brian Johnson platan" kom út árið 1983 og fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, það mikið reyndar að ekkert laga hennar hefur lifað nægilega lengi til að verða hluti af tónleikaprógrammi sveitarinnar komandi ára. Því má segja að Flick Of The Switch marki upphaf ákveðinnar hnignunar hvað vinsældir varðar, a.m.k. hvað snertir seld eintök nýs efnis.
    AC/DC eru á þessum tíma ennþá risar rokksins en Flick Of The Switch mistekst að ná fótfestu. Af hverju skildi það vera og eru það verðskulduð örlög? Þátturinn fjallar að miklu leiti um það.

    Trommuböðullinn, tónlistarútgefandinn og Íslandsgælan, John Evicci, sendir þættinum sögu úr fortíð sinni ásamt hugrenningum um plötuna. Fríða Þorkelsdóttir, bókmenntafræðingur og þýðandi, ljáir orðum Evicci rödd sína.

    Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og geta skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/

    Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.

    Alltaf sama platan er framleiðsla Snæfugls.

  • Þegar hér er komið sögu í ferli AC/DC hefur gríðarlegt magn vatns runnið til sjávar. Hljómsveitin er gjörsamlega óstöðvandi og vinsældir Ástralanna stjarnfræðilegar. For Those About To Rock (We Salute You), sjöunda alþjólega hjóðversplata kvartettsins knáa kemur með hraði fram á sjónarsviðið og með hvelli. Það er engu líkara en AC/DC hafi notið við fjórum sinnum lengur en raun bar vitni svo gríðarleg hafði vegferð þeirra verið til þessa.

    Smári og Birkir eru ennþá lemstraðir eftir Back In Black og uppgjör sitt við Bon Scott en anda síðan léttar í fangi þessarar plötu, svo mikið reyndar að það kurrar í þeim, með tilheyrandi öndunaræfingum og tilfinningatjáningu.

    Ofurrokkarinn, hjólabrettahundurinn og fjölskyldufaðirinn Nate Newton, úr Converge, Doomriders, Old Man Gloom, Cave In, Jesuit o.fl. er gestur þáttarins og segir okkur frá áhrifum AC/DC á sitt líf og sitthvað fleira.

    Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og geta skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/

    Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.

    Alltaf sama platan er framleiðsla Snæfugls.

  • Þegar hér er komið sögum standa þáttarstjórnendur frammi fyrir fjalli í veginum. Frá fjallaklifri, upp á topp og aftur niður, verður ekki komist. Er þetta Mount Everest? K2 jafnvel? Mount Olympus? Mariana skurðurinn? Þetta er hnullungurinn. Krúnudjásnið sem finnst á nánast hverju heimili landsins. Platan sem allir þekkja. Þetta er mest selda rokkplata mannkynssögunnar. Þetta er Back In Black.

    Hvernig er hægt að tala um slíka plötu og leiða til lyktar á einni kvöldstund? Á að setja á sig alfræðigleraugu? Er rifrildi óhjákvæmilegt? Þarf að breyta diplómatískri kænsku? Þegar stórt er spurt... Smári og Birkir fara þetta á tilfinningunni og oft vefst þeim tunga um tönn, standa á gati og dæsa af ást og undrun. Slíkt er gildi og áhrif plötunnar á líf þeirra beggja í tímanna rás. Sá fyrrnefndi gætir þess að skipið strandi ekki á skeri en sá síðarnefndi upplifir eins konar spennufall í „beinni útsendingu“ og fálmar eftir samsetningu orða sem geta komið upplifun hans sómasamlega til skila. Tekst það? Hlustið og komist að því sjálf. Aðalmálið er hins vegar að nú er Alltaf sama platan búin að klífa tindinn og komst þrátt fyrir allt heil heim en þó marin, rispuð og krambúleruð.

    Útvarpsstjarnan, hestakonan og fyrrverandi grunnskólaplötusnúðurinn Hulda G. Geirsdóttir lætur í sér heyra. Hallur Ingólfsson, tónlistamaður, tónskáld, upptökumaður, meðlimur hljómsveita á borð við Skepnu, 13 og Bleeding Volcano flytur innblásna fjallaræður svo tekur undir í dómsdagsbjöllum helvítis. Frá Bandaríkjum Norður-Ameríku kemur svo hinn fjölhæfi og ævinlega sjarmerandi tónlistarmaður Stephen Brodsky (Cave In, Mutoid Man, New Idea Society og Old Man Gloom) til að taka þátt í geðshræringunni.


    Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og geta skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/

    Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.

    Alltaf sama platan er framleiðsla Snæfugls

  • Plata vikunnar markar enn ein tímamót í sögu áströlsku sveitarinnar ótrúlegu. Ef við lítum á þessa þáttáröð sem verkefni þá er þessi kafli ákaflega ljúfsár. Smári og Birkir greina plötuna með sínu nefinu hver eins og vera ber, tengja hana æski sinni og nútíð með öllum þeim tilfinningum sem Highway To Hell kallar fram.
    Þessari plötu var erfitt að sleppa og dregur þátturinn dám af því. Að kveðja Bon Scott og gera upp hans þátt í sögu AC/DC er engin hægðarleikur.

    Til að setja tappann í þá flösku dugur ekki minna en þrír málsmetandi gestir. Soffía H. Halldórudóttir (fyrrv. útvarpskona og rokkfagurkeri), Ólafur Páll Gunnarsson (útvarps- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og skipstjóri þátta eins og Fuzz og Rokklands) og Ómar Úlfur Eyþórsson (dágskrárstjóri og útvarpsmaður á X-inu 977) heiðra okkur með uppháum hugsunum sínum.
    Alltaf sama platan er tilfinningahlaðvarp en ekki alfræðihlaðvarp. Það er morgunljóst! Njótum saman og baðið ykkur aftur í einangruðum gítarupptökum sem allt trylla.


    Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, heyrnratól, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið heimasvæðið þeirra á netinu. Fylgið Luxor á samfélagsmiðlum. Alltaf sama platan er framleiðsla Snæfugls.

  • Karlarnir fara heldjúpt í fjórðu plötu AC/DC. Powerage kom út í maí 1978 sem er ekki í frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að þetta er „stundum“ eftirlætis plata Tarfsins. Þar af leiðandi tiplar Birkir í kringum plötuna eins og köttur í kring um heitan graut. Aftur hefur hljómsveitin tekið stökk nær himnafestingunum og endalaust til að bíta á og brenna.
    Það færðist mikið fjör í leikinn í síðasta þætti og ætlaði allt um koll að keyra. Hér er rýnt í fjórðu hljóðversútgáfu AC/DC, Powerage frá árinu 1978, en að mati þeirra félaga hafði hljómsveitin tekið stórt stökk fram á við á milli Dirty Deeds og Let There Be Rock. Stóra spurningin er hvort það sama verði uppi á teningnum hér.

    Tónlistarþúsundþjalasmiðurinn Leifur Björnsson stingur inn höfðinu og skilur þáttastjórnendur eftir í reyknum. Annar gestur, Benedikt Reynisson (Benni Karate, Benni Skáti, Benni Fantastic, McBennister) fylgir í kjölfarið og talar beint frá hjartanu og býður þannig hlustendum á ferðalag um tónlistaræsku sína.

    Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið heimasvæðið þeirra á netinu. Fylgið Luxor á samfélagsmiðlum.
    Alltaf sama platan er framleiðsla Snæfugls.

  • Það færist heldur betur fjör í leikinn er strákarnir fjalla um þriðju alþjóðlegu plötu AC/DC, Let There Be Rock sem út kom í mars 1977. Að mati þeirra félaga hafði hljómsveitin, þegar hér er komið við sögu, tekið stórt stökk fram á við. Heimsborgarinn og allt mugeligt maðurinn Helgi Örn Pétursson er gestur þáttarins. Nýir dagskrárliðir eru kynntir til leiks og síðast en ekki síst kunngjörist að þættinum hafi borist stuðningur úr allra bestu átt.

    Alltaf besta platan er og verður framvegis studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið heimasvæðið þeirra á netinu. Fylgið Luxor á samfélagsmiðlum.
    Alltaf sama platan er framleiðsla Snæfugls.

  • Smári og Birkir fara í saumana á fyrstu alþjóðlegu útgáfu hljómsveitarinnar. High Voltage markar fyrir flest okkar upphafið og er þátturinn því hálfgerð upprunasögustund/hugleiðing ásamt köfun í plötuna.

    Sérstakir gestir þáttarins eru Lovísa Sigurjónsdóttir (fyrrverandi útvarpskona og þungarokksamma) og Andri Freyr Viðarsson (útvarps- og dagskrárgerðarmaður).